Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega?Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og sonur hans voru á heimleið úr róðri þegar þeir tóku eftir skepnunni sem maraði í hálfu kafi. Héldu þeir fyrst að um bobbing væri að ræða en þegar nær kom sáu þeir hvers lags var. Þeim tókst að festa hákarlakrók í kjaftinn á skjaldbökunni og draga hana meðfram síðu bátsins til hafnar á Hólmavík. Skjaldbakan vakti að vonum mikla athygli þegar hún var dregin að landi. Hún var í fyrstu geymd í frystihúsi þorpsins en síðan keypt af Náttúrugripasafni Íslands.
- Ævar Petersen. (1984).Leðurskjaldbaka fundinn við Ísland. Náttúrufræðingurinn 53(3-4), bls. 161-163. (Skoðað 13.03.2020).
- Steingrímsfj.skjaldbakan sennilega leðurskjaldbaka. Morgunblaðið, 3.10.1963, bls. 23. (Skoðað 13.03.2020).
- Skjaldbökuævintýrið á Hólmavík - Strandir.is. (Skoðað 13.03.2020).
- Risaskjaldbaka á ferð í Garðsjó!. Víkurfréttir, 28.10. 2007. (Skoðað 13.03.2020).
- COSEWIC. 2012. COSEWIC assessment and status report on the Leatherback Sea Turtle Dermochelys coriacea in Canada. Committee on the Status of Endangered Wildlife in Canada. Ottawa. (Skoðað 13.03.2020).
- Mynd af Einari og skjaldbökunni: Skjaldbökuævintýrið á Hólmavík - Strandir.is. (Sótt 24.03.2020).
- Mynd af leðurskjaldböku: Leatherback sea turtle | U.S. Fish and Wildlife Service Southeast Region | Flickr Birt undir CC BY 2.0.