Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Hver er réttur barna til einkalífs, mega foreldrar til dæmis leita í herbergjum þeirra?
Í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og til...
Hvað er fullveldi?
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...
Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?
Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...
Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?
Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...
Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?
Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?
Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...
Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?
Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Harðardóttir rannsakað?
Ingibjörg Harðardóttir er prófessor í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Ingibjörg hefur fyrst og fremst rannsakað bólgu og þá sérstaklega hjöðnun hennar, með hvaða hætti hún á sér stað og hvernig er mögulegt að ýta undir hjöðnun bólgu með fæðu eða náttúruefnum. Bólga er mikilvægt svar lí...
Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?
Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...
Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...
Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?
Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdro...
Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?
Athugasemd Ritstjórnar: Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld. Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Einarsson rannsakað?
Páll Einarsson er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans. Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í hei...
Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...