Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Halldór Gunnar Haraldsson

Athugasemd Ritstjórnar:

Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld.


Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renna. Sé maður ekki í neinu trúfélagi renna sóknargjöldin til ríkissjóðs en fram til 29. júní 2009 rann þessi hlutur til Háskóla Íslands.

Þá segir í 4. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar teljist til embættismanna ríkisins. Af því leiðir að laun þeirra eru greidd af öllum skattgreiðendum, hvort sem þeir eru í þjóðkirkjunni eða ekki. Ríkið heldur einnig uppi kennslu fyrir presta þjóðkirkjunnar við guðfræðideild Háskóla Íslands sem allir íslenskir skattgreiðendur kosta hvort sem þeir eru í þjóðkirkjunni eða ekki. Þá greiða allir íslenskir skattgreiðendur, bæði þeir sem eru í þjóðkirkjunni og þeir sem eru ekki í henni, árlega í kirkjubyggingarsjóð, samanber lög nr. 21/1981. Fleiri dæmi mætti nefna um að öllum íslenskum skattgreiðendum sé gert að greiða skatta til þjóðkirkjunnar.

Öll þau lagaákvæði sem hér hafa verið nefnd eru í reynd aðeins útfærsla löggjafans á ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þannig segir í 1. mgr. 62. gr. stjskr. að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi, og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þá segir í 3. málsgrein 64. gr. stjskr. að sé maður utan trúfélaga skuli hann greiða til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Einnig stendur að breyta megi þessu með lögum sem var einmitt raunin 29. júní 2009, sjá 22.-25. gr. laga nr. 70/2009. Öll ákvæði um Háskóla Íslands voru tekin út úr þessum lögum og eftir stendur því að einungis þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Um ástæðuna að baki þessara breytinga má lesa í Um 23.-26. gr. Þskj. 155, 118. mál: „Þetta framlag vegna einstaklinga utan trúfélaga tengist ekki beint neinum útgjöldum sem stofnast vegna trúarskoðana fólks til trúariðkunar líkt og gildir hjá skráðum trúfélögum, þ.m.t. þjóðkirkjunni. Þá er framlagið arfleifð frá fyrri tíð þegar aðeins einn háskóli var í landinu og á sér ekki hliðstæðu gagnvart öðrum háskólum, auk þess sem það þykir ekki falla vel að árlegri fjárlagagerð um háskólastigið. Þykir eðlilegra að þetta fyrirkomulag framlagsins til Háskólasjóðs verði afnumið og að í stað þess komi bein fjárveiting úr ríkissjóði.“

Árið 1996 námu sóknargjöld sem runnu til Háskólasjóðs 24 milljónum króna. Sjóðurinn hefur einnig nokkrar aðrar tekjur. Stofnskrá hans var samþykkt á fundi háskólaráðs 4. apríl 1974. Fé hans skal meðal annars varið til að efla menningarstarfsemi innan Háskólans, svo sem útgáfustarfsemi, fyrirlestrahald fyrir almenning og tónleikahald. Einnig má leita til sjóðsins vegna óvæntra útgjalda sem verður ekki mætt öðru vísi.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2001

Spyrjandi

Perla Kristinsdóttir

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1640.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 23. maí). Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1640

Halldór Gunnar Haraldsson. „Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1640>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?
Athugasemd Ritstjórnar:

Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld.


Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renna. Sé maður ekki í neinu trúfélagi renna sóknargjöldin til ríkissjóðs en fram til 29. júní 2009 rann þessi hlutur til Háskóla Íslands.

Þá segir í 4. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar teljist til embættismanna ríkisins. Af því leiðir að laun þeirra eru greidd af öllum skattgreiðendum, hvort sem þeir eru í þjóðkirkjunni eða ekki. Ríkið heldur einnig uppi kennslu fyrir presta þjóðkirkjunnar við guðfræðideild Háskóla Íslands sem allir íslenskir skattgreiðendur kosta hvort sem þeir eru í þjóðkirkjunni eða ekki. Þá greiða allir íslenskir skattgreiðendur, bæði þeir sem eru í þjóðkirkjunni og þeir sem eru ekki í henni, árlega í kirkjubyggingarsjóð, samanber lög nr. 21/1981. Fleiri dæmi mætti nefna um að öllum íslenskum skattgreiðendum sé gert að greiða skatta til þjóðkirkjunnar.

Öll þau lagaákvæði sem hér hafa verið nefnd eru í reynd aðeins útfærsla löggjafans á ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þannig segir í 1. mgr. 62. gr. stjskr. að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi, og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þá segir í 3. málsgrein 64. gr. stjskr. að sé maður utan trúfélaga skuli hann greiða til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Einnig stendur að breyta megi þessu með lögum sem var einmitt raunin 29. júní 2009, sjá 22.-25. gr. laga nr. 70/2009. Öll ákvæði um Háskóla Íslands voru tekin út úr þessum lögum og eftir stendur því að einungis þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Um ástæðuna að baki þessara breytinga má lesa í Um 23.-26. gr. Þskj. 155, 118. mál: „Þetta framlag vegna einstaklinga utan trúfélaga tengist ekki beint neinum útgjöldum sem stofnast vegna trúarskoðana fólks til trúariðkunar líkt og gildir hjá skráðum trúfélögum, þ.m.t. þjóðkirkjunni. Þá er framlagið arfleifð frá fyrri tíð þegar aðeins einn háskóli var í landinu og á sér ekki hliðstæðu gagnvart öðrum háskólum, auk þess sem það þykir ekki falla vel að árlegri fjárlagagerð um háskólastigið. Þykir eðlilegra að þetta fyrirkomulag framlagsins til Háskólasjóðs verði afnumið og að í stað þess komi bein fjárveiting úr ríkissjóði.“

Árið 1996 námu sóknargjöld sem runnu til Háskólasjóðs 24 milljónum króna. Sjóðurinn hefur einnig nokkrar aðrar tekjur. Stofnskrá hans var samþykkt á fundi háskólaráðs 4. apríl 1974. Fé hans skal meðal annars varið til að efla menningarstarfsemi innan Háskólans, svo sem útgáfustarfsemi, fyrirlestrahald fyrir almenning og tónleikahald. Einnig má leita til sjóðsins vegna óvæntra útgjalda sem verður ekki mætt öðru vísi.

Heimildir:...