Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur frá Vín, ykkar aðdáandi Eleonore.

Hér er fyrri hluta spurningarinnar svarað.

Stutta svarið er „hvergi“ því ekkert lagaákvæði, hvorki í þjóðveldislögunum fornu, Grágás, né í yngri lögum eða lögum annarra norrænna þjóða, kveður á um að menn sem hafa verið dæmdir til skóggangs eigi afturkvæmt úr útlegðinni.

Hvorki í þjóðveldislögunum fornu, Grágás, né í yngri lögum eða lögum annarra norrænna þjóða, kveður á um að menn sem hafa verið dæmdir til skóggangs eigi afturkvæmt úr útlegðinni. Mynd af opnu úr Codex Regius útgáfu Grágás.

Ef marka má sögu hans, var Grettir sá skóggangsmaður sem lifði lengst af, en annar frægur útlagi, Gísli Súrsson, var þrettán ár í sinni útlegð áður en hann var felldur. Hins vegar segir í Vígslóða, það er þeim kafla sem fjallar um manndráp í Grágás (bls. 209), að unnt væri að ná samkomulagi aðila um að fella niður skóggang.

Enn fremur verður að hafa hugfast að Grágás er ekki algild heimild um þjóðveldislögin. Handrit hennar eru fremur ung, en Konungsbók mun vera frá um 1260 og Staðarhólsbók um tuttugu árum yngri. Þau eru ekki að öllu leyti samhljóða auk þess sem gera má ráð fyrir lagabreytingum frá dögum Grettis sem uppi var á fyrri hluta 11. aldar þegar lög höfðu enn ekki verið fest á bókfell hér á landi.

Jafnframt má ekki gleyma því að Grettis saga er talin með yngstu Íslendingasögum, ekki samin fyrr en á 14. öld (Íslensk bókmenntasaga II (1993), bls. 144). Því er varasamt að treysta henni sem heimild um lög og rétt á öndverðri 11. öld.

Heimildir:

  • Íslensk bókmenntasaga II, ritstjóri Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning, 1993.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.

Mynd:

Höfundar

Torfi H. Tulinius

prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ

Marion Poilvez

doktorsnemi í íslenskum bókmenntum

Útgáfudagur

2.11.2017

Spyrjandi

Eleonore Gudmundsson

Tilvísun

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez. „Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2017, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74196.

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez. (2017, 2. nóvember). Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74196

Torfi H. Tulinius og Marion Poilvez. „Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2017. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur frá Vín, ykkar aðdáandi Eleonore.

Hér er fyrri hluta spurningarinnar svarað.

Stutta svarið er „hvergi“ því ekkert lagaákvæði, hvorki í þjóðveldislögunum fornu, Grágás, né í yngri lögum eða lögum annarra norrænna þjóða, kveður á um að menn sem hafa verið dæmdir til skóggangs eigi afturkvæmt úr útlegðinni.

Hvorki í þjóðveldislögunum fornu, Grágás, né í yngri lögum eða lögum annarra norrænna þjóða, kveður á um að menn sem hafa verið dæmdir til skóggangs eigi afturkvæmt úr útlegðinni. Mynd af opnu úr Codex Regius útgáfu Grágás.

Ef marka má sögu hans, var Grettir sá skóggangsmaður sem lifði lengst af, en annar frægur útlagi, Gísli Súrsson, var þrettán ár í sinni útlegð áður en hann var felldur. Hins vegar segir í Vígslóða, það er þeim kafla sem fjallar um manndráp í Grágás (bls. 209), að unnt væri að ná samkomulagi aðila um að fella niður skóggang.

Enn fremur verður að hafa hugfast að Grágás er ekki algild heimild um þjóðveldislögin. Handrit hennar eru fremur ung, en Konungsbók mun vera frá um 1260 og Staðarhólsbók um tuttugu árum yngri. Þau eru ekki að öllu leyti samhljóða auk þess sem gera má ráð fyrir lagabreytingum frá dögum Grettis sem uppi var á fyrri hluta 11. aldar þegar lög höfðu enn ekki verið fest á bókfell hér á landi.

Jafnframt má ekki gleyma því að Grettis saga er talin með yngstu Íslendingasögum, ekki samin fyrr en á 14. öld (Íslensk bókmenntasaga II (1993), bls. 144). Því er varasamt að treysta henni sem heimild um lög og rétt á öndverðri 11. öld.

Heimildir:

  • Íslensk bókmenntasaga II, ritstjóri Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning, 1993.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.

Mynd:

...