Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 548 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?

Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...

category-iconHagfræði

Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?

Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?

Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru veirur algengari í leðurblökum en öðrum dýrum?

Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins ættbálkur nagdýra (Rodentia) er fjölmennari. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð um „frú klukku“?

Ekki er víst að allir lesendur þessa svars þekki „frú klukku“. Það var í raun símanúmer sem las upp hvað klukkan var þegar hringt var í það. Lengi vel voru það raddir kvenna sem sögðu hvað tímanum liði en síðustu árin var það karlmannsrödd, þannig að „herra klukka“ var kannski réttnefni undir lokin. Áratugum s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?

Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 146 þekkt fylgitungl. Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt til tekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítilla fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og ...

category-iconStærðfræði

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...

category-iconLandafræði

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?

Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

category-iconÞjóðfræði

Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?

Spyrjandi bætir við: Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma? Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar ...

category-iconHugvísindi

Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?

Segja mætti að Torg hins himneska friðar (k. 天安門廣場, e. Tian’anmen square) sé nokkurt rangnefni, þar sem Tian’anmen merkir í raun ‘Hlið hins himneska friðar’. Átt er við hliðið milli torgsins og gömlu keisarahallarinnar í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína sem gengur gjarnan undir naf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...

category-iconVeðurfræði

Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?

Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?

Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...

Fleiri niðurstöður