Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?

Jón Egill Eyþórsson

Segja mætti að Torg hins himneska friðar (k. 天安門廣場, e. Tian’anmen square) sé nokkurt rangnefni, þar sem Tian’anmen merkir í raun ‘Hlið hins himneska friðar’. Átt er við hliðið milli torgsins og gömlu keisarahallarinnar í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína sem gengur gjarnan undir nafninu ‘Forboðna höllin’ eða ‘Forboðna borgin’ (e. forbidden palace, forbidden city). Torgið er kennt við þetta hlið sem upphaflega var byggt árið 1417 á tímum Ming-keisaraættarinnar (1368-1644). Torgið er mun yngra eða frá upphafi 20. aldar. Síðan þá hefur það verið áberandi kennileiti í borginni sem og svið ýmissa mikilvægra atburða, seinast umræddra stúdentamótmæla vorið og sumarið 1989.


Séð yfir torgið frá Hliði hins himneska friðar.

Skömmu eftir fráfall Maos Zedongs (k. 毛澤東, 1893-1976), formanns kínverska kommúnistaflokksins, komst Deng Xiaoping (k. 鄧小平, 1904-1997) til valda í Kína og hóf efnahagslegar umbætur í landinu. Mörgum menntamönnum þótti samt sem áður að umbótum á efnahagskerfi hafi ekki fylgt umbætur á pólitísku frelsi (eins og Glasnost Gorbachevs í Sovétríkjunum). Þrátt fyrir hina nýju stefnu kommúnistaflokksins höfðu efnahagslegar aðstæður menntastétta heldur ekki batnað jafnmikið og bænda og verkamanna. Sumum fannst enn fremur að umbótastefna Dengs Xiaopings væri of langt gengin og hefði í för með sér atvinnuleysi, verðbólgu og annað ójafnvægi.

Útför hins umbótasinnaða Hus Yaobangs (k. 胡燿邦) um vorið 1989 varð svo upphaf mótmælanna sem snerust fyrst og fremst um lýðræðislegar umbætur og aukið pólitískt frelsi. Eftir að fréttir um mótmælin og átök mótmælenda við lögreglu voru birtar jókst umfang þeirra mjög og samúðarmótmælafundir voru haldnir víða í Alþýðulýðveldinu Kína sem og í Hong Kong (þá breskt verndarsvæði) og Taívan (sæti Kínverska lýðveldisins síðan 1949).


Pólskt minnismerki um stúdentamótmælin á Torgi hins himneska friðar sem sýnir bilað reiðhjól og för eftir skriðdreka.

Í byrjun maí voru yfir 100.000 mótmælendur á torginu, hungurverkföll höfðu hafist og háskólalóðir og götur Peking voru yfirfullar af mótmælendum sem flestir komu úr röðum stúdenta. Að lokum gripu stjórnvöld til þess ráðs að lýsa yfir herlögum þann 20. maí og herdeildir hófu inngöngu í Peking. 3. júní var hafin atlaga að mótmælendum á torginu og næsta dag hafði torgið verið rutt og ekkert bólaði á mótmælendum. Hversu mikið mannfall varð á torginu og annars staðar í Peking er óljóst og mjög umdeilt.

Viðbrögð kínverskra stjórnvalda hafa verið mikið gagnrýnd og voru sannarlega hörkuleg. Eftir áratuga langa harmasögu Kína á 20. öld er samt svo til ógerlegt að átta sig á öllum staðreyndum og varasamt að trúa neinni einni heimild þar sem flestar koma heimildirnar frá aðilum sem hafa pólitískra hagsmuna að gæta. Umræða um atvikið í Alþýðulýðveldinu í dag er lítil, en þó meiri en fyrstu árin á eftir. Almennt virðast viðbrögð stjórnvalda hafa orðið til þess að opinber stjórnmálaþátttaka af þessu tagi er sjaldgæf meðal kínverskra borgara. Þó ber að benda á að frá tímum stúdentamótmælanna hafa orðið miklar framfarir í Alþýðulýðveldinu Kína, ekki aðeins stórkostlegar framfarir á sviði efnahagsmála og aukin lífsgæði heldur einnig nokkrar umbætur á mannréttindum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Aðalheimild og myndir:

  • Tiananmen Square protests of 1989. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Hafa ber í huga að hlutleysi greinarinnar er umdeilt. Hlekki í frekari fróðleik er að finna á síðunni.

Höfundur

kínafræðingur

Útgáfudagur

24.4.2007

Spyrjandi

Guðmundur Garðarsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Egill Eyþórsson. „Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6606.

Jón Egill Eyþórsson. (2007, 24. apríl). Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6606

Jón Egill Eyþórsson. „Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6606>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?
Segja mætti að Torg hins himneska friðar (k. 天安門廣場, e. Tian’anmen square) sé nokkurt rangnefni, þar sem Tian’anmen merkir í raun ‘Hlið hins himneska friðar’. Átt er við hliðið milli torgsins og gömlu keisarahallarinnar í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína sem gengur gjarnan undir nafninu ‘Forboðna höllin’ eða ‘Forboðna borgin’ (e. forbidden palace, forbidden city). Torgið er kennt við þetta hlið sem upphaflega var byggt árið 1417 á tímum Ming-keisaraættarinnar (1368-1644). Torgið er mun yngra eða frá upphafi 20. aldar. Síðan þá hefur það verið áberandi kennileiti í borginni sem og svið ýmissa mikilvægra atburða, seinast umræddra stúdentamótmæla vorið og sumarið 1989.


Séð yfir torgið frá Hliði hins himneska friðar.

Skömmu eftir fráfall Maos Zedongs (k. 毛澤東, 1893-1976), formanns kínverska kommúnistaflokksins, komst Deng Xiaoping (k. 鄧小平, 1904-1997) til valda í Kína og hóf efnahagslegar umbætur í landinu. Mörgum menntamönnum þótti samt sem áður að umbótum á efnahagskerfi hafi ekki fylgt umbætur á pólitísku frelsi (eins og Glasnost Gorbachevs í Sovétríkjunum). Þrátt fyrir hina nýju stefnu kommúnistaflokksins höfðu efnahagslegar aðstæður menntastétta heldur ekki batnað jafnmikið og bænda og verkamanna. Sumum fannst enn fremur að umbótastefna Dengs Xiaopings væri of langt gengin og hefði í för með sér atvinnuleysi, verðbólgu og annað ójafnvægi.

Útför hins umbótasinnaða Hus Yaobangs (k. 胡燿邦) um vorið 1989 varð svo upphaf mótmælanna sem snerust fyrst og fremst um lýðræðislegar umbætur og aukið pólitískt frelsi. Eftir að fréttir um mótmælin og átök mótmælenda við lögreglu voru birtar jókst umfang þeirra mjög og samúðarmótmælafundir voru haldnir víða í Alþýðulýðveldinu Kína sem og í Hong Kong (þá breskt verndarsvæði) og Taívan (sæti Kínverska lýðveldisins síðan 1949).


Pólskt minnismerki um stúdentamótmælin á Torgi hins himneska friðar sem sýnir bilað reiðhjól og för eftir skriðdreka.

Í byrjun maí voru yfir 100.000 mótmælendur á torginu, hungurverkföll höfðu hafist og háskólalóðir og götur Peking voru yfirfullar af mótmælendum sem flestir komu úr röðum stúdenta. Að lokum gripu stjórnvöld til þess ráðs að lýsa yfir herlögum þann 20. maí og herdeildir hófu inngöngu í Peking. 3. júní var hafin atlaga að mótmælendum á torginu og næsta dag hafði torgið verið rutt og ekkert bólaði á mótmælendum. Hversu mikið mannfall varð á torginu og annars staðar í Peking er óljóst og mjög umdeilt.

Viðbrögð kínverskra stjórnvalda hafa verið mikið gagnrýnd og voru sannarlega hörkuleg. Eftir áratuga langa harmasögu Kína á 20. öld er samt svo til ógerlegt að átta sig á öllum staðreyndum og varasamt að trúa neinni einni heimild þar sem flestar koma heimildirnar frá aðilum sem hafa pólitískra hagsmuna að gæta. Umræða um atvikið í Alþýðulýðveldinu í dag er lítil, en þó meiri en fyrstu árin á eftir. Almennt virðast viðbrögð stjórnvalda hafa orðið til þess að opinber stjórnmálaþátttaka af þessu tagi er sjaldgæf meðal kínverskra borgara. Þó ber að benda á að frá tímum stúdentamótmælanna hafa orðið miklar framfarir í Alþýðulýðveldinu Kína, ekki aðeins stórkostlegar framfarir á sviði efnahagsmála og aukin lífsgæði heldur einnig nokkrar umbætur á mannréttindum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Aðalheimild og myndir:

  • Tiananmen Square protests of 1989. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Hafa ber í huga að hlutleysi greinarinnar er umdeilt. Hlekki í frekari fróðleik er að finna á síðunni.
...