Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 429 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?

Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?

Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...

category-iconVísindafréttir

Jöklar og ís í Melaskóla

Ótal spurningar um jökla og loftslagsmál brunnu á nemendum í sjöunda árgangi Melaskóla sem fengu í morgun heimsókn frá Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði við Háskóla Íslands, í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Helgi var að senda frá sér barnabók um þessi efni sem unnin er í samstarfi við Vísindav...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fór orðið hinsegin að vísa til samkynhneigðar?

Um uppruna orðsins hinsegin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvaðan kemur orðið hinsegin? og er lesendum bent á að kynna sér það svar einnig. Elsta dæmi sem höfundur þessa svars hefur fundið á prenti um vísun orðsins hinsegin í samkynhneigð er í Alþýðuhelginni 1949 þar sem segir: „Hvað, er hann n...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?

Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...

category-iconHugvísindi

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?

Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...

category-iconHeimspeki

Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?

Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er það siður að „gabba“ fólk fyrsta apríl?

Fyrsti apríl er haldinn „hátíðlegur“ víða um heim með tilheyrandi glettum og hrekkjum. Upprunann má að öllum líkindum rekja til miðalda en þá tíðkaðist í Evrópu að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Fyrsti apríl var áttundi og síðasti dagurinn í nýárshátíðinni, en samkvæmt fornri hefð Rómverja og Gyð...

category-iconHugvísindi

Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?

Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Kallmansheilkenni?

Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...

Fleiri niðurstöður