Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?

Ólafur Páll Jónsson

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf til dæmis kenning um sjón ekki einungis að skýra hvernig á því stendur að við getum notað sjónskyn til að afla upplýsinga um umhverfi okkar heldur þarf hún einnig að skýra hvernig á því stendur að sjónskynið veitir okkur stundum villandi eða öldungis rangar upplýsingar.

Vangaveltur um eðli skynjunar ná allt aftur í fornöld. Samræðan Þeætetos sem er ítarlegasta rannsókn Platons á þekkingarhugtakinu fjallar að talsverðu leyti um skynjun og í bók Aristólelesar Um sálina er að finnar ítarlega rannsókn á eðli skynjunar. Einn meginþátturinn í kenningu Aristótelesar um skynjun er að hvert skynfæri hafi sín sérstöku skynviðföng; liti, hljóð, lykt og svo framvegis. Annað atriði í kenningu Aristótelesar er að skynjun á sér einungis stað í séstöku millirými eins og lofti, vatni eða ljósi.

Þótt kenning Aristótelesar sé að nokkru leyti úrelt er vert að gefa gaum að því sem hann kallar skynviðföng og millirými. Skynviðfang heyrnar er hljóð vegna þess að það er hljóð sem ertir heyrnarskynið. Millirýmið getur verið loft, vökvi eða fast efni. Við segjum að heyrn sé hæfileikinn til að nema hljóðbylgjur. Skynviðfang sjónar er aftur á móti ljós, vegna þess að ljós er það sem ertir sjónskynið. En ólíkt hljóðinu þarf ljósið ekkert millirými til að vera skynjað. Við segjum að sjón sé hæfileikinn til að nema ljósbylgjur.

En hvað er það sem ertir lyktarskyn manna? Það sem ertir lyktarskyn manna eru sameindir. Eigum við þá að segja að lykt sé sameindir? Nei, það væri ekki rétt. Við skynjum tilteknar sameindir sem lykt, rétt eins og við skynjum hljóð sem tiltekinn tón eða ljós sem tiltekinn lit. En samt segjum við ekki að hljóð sé tónn eða að ljós sé litur. Við segjum að hlutur hafi tiltekinn lit vegna þess að hann hefur tilhneigingu til að endurvarpa ljósi af tiltekinni tíðni. Og við segjum að orgelpípa hafi tiltekinn tón vegna þess að hún hefur tilhneigingu til að taka undir hljóðbylgjur af tiltekinni tíðni. Á svipaðan hátt getum við sagt að sameind hafi tiltekna lykt vegna þess að hún hefur tilhneigingu til að erta lyktarskyn manna á tiltekinn hátt. Í sem stystu máli má því segja að lykt sé tilhneiging til að hafa tiltekin áhrif á lyktarskyn fólks og dýra almennt.

En berum nú þessi þrjú fyrirbæri, hljóð, ljós og lykt, saman sem snöggvast. Hljóð og ljós má mæla með mælitækjum sem eru mannlegri skynjun óviðkomandi. Aftur á móti er ekki hægt að mæla lykt nema með vísan til þess hvernig lykt er skynjuð. Við getum sagt að tíðni hljóðs sé sjálfstæður eiginleiki þess, og sama má segja um ljós, en að lykt sameindar sé einungis ósjálfstæður eiginleiki hennar. Dæmi um aðra ósjálfstæða eiginleika eru til dæmis litir eða tónar. Lykt virðist að þessu leyti vera sambærileg við liti eða tóna frekar en ljós og hljóð.

Sjá einnig svör Friðrik Páls Jónssonar og Einars Karls Friðrikssonar um lyktarskyn og svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur um hvort til séu litir sem mannsaugað greinir ekki og hvort við sjáum litina eins.


Heimildir:

Aristóteles, Um sálina, íslensk þýðing eftir Sigurjón Björnsson, Reykjavík 1985.

Platon, The Theaetetus of Plato, með skýringum eftir Myles Burnyeat, Cambridge 1990.


Mynd: HB

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

28.7.2001

Spyrjandi

Magnús Árnason

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1819.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 28. júlí). Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1819

Ólafur Páll Jónsson. „Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1819>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?
Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf til dæmis kenning um sjón ekki einungis að skýra hvernig á því stendur að við getum notað sjónskyn til að afla upplýsinga um umhverfi okkar heldur þarf hún einnig að skýra hvernig á því stendur að sjónskynið veitir okkur stundum villandi eða öldungis rangar upplýsingar.

Vangaveltur um eðli skynjunar ná allt aftur í fornöld. Samræðan Þeætetos sem er ítarlegasta rannsókn Platons á þekkingarhugtakinu fjallar að talsverðu leyti um skynjun og í bók Aristólelesar Um sálina er að finnar ítarlega rannsókn á eðli skynjunar. Einn meginþátturinn í kenningu Aristótelesar um skynjun er að hvert skynfæri hafi sín sérstöku skynviðföng; liti, hljóð, lykt og svo framvegis. Annað atriði í kenningu Aristótelesar er að skynjun á sér einungis stað í séstöku millirými eins og lofti, vatni eða ljósi.

Þótt kenning Aristótelesar sé að nokkru leyti úrelt er vert að gefa gaum að því sem hann kallar skynviðföng og millirými. Skynviðfang heyrnar er hljóð vegna þess að það er hljóð sem ertir heyrnarskynið. Millirýmið getur verið loft, vökvi eða fast efni. Við segjum að heyrn sé hæfileikinn til að nema hljóðbylgjur. Skynviðfang sjónar er aftur á móti ljós, vegna þess að ljós er það sem ertir sjónskynið. En ólíkt hljóðinu þarf ljósið ekkert millirými til að vera skynjað. Við segjum að sjón sé hæfileikinn til að nema ljósbylgjur.

En hvað er það sem ertir lyktarskyn manna? Það sem ertir lyktarskyn manna eru sameindir. Eigum við þá að segja að lykt sé sameindir? Nei, það væri ekki rétt. Við skynjum tilteknar sameindir sem lykt, rétt eins og við skynjum hljóð sem tiltekinn tón eða ljós sem tiltekinn lit. En samt segjum við ekki að hljóð sé tónn eða að ljós sé litur. Við segjum að hlutur hafi tiltekinn lit vegna þess að hann hefur tilhneigingu til að endurvarpa ljósi af tiltekinni tíðni. Og við segjum að orgelpípa hafi tiltekinn tón vegna þess að hún hefur tilhneigingu til að taka undir hljóðbylgjur af tiltekinni tíðni. Á svipaðan hátt getum við sagt að sameind hafi tiltekna lykt vegna þess að hún hefur tilhneigingu til að erta lyktarskyn manna á tiltekinn hátt. Í sem stystu máli má því segja að lykt sé tilhneiging til að hafa tiltekin áhrif á lyktarskyn fólks og dýra almennt.

En berum nú þessi þrjú fyrirbæri, hljóð, ljós og lykt, saman sem snöggvast. Hljóð og ljós má mæla með mælitækjum sem eru mannlegri skynjun óviðkomandi. Aftur á móti er ekki hægt að mæla lykt nema með vísan til þess hvernig lykt er skynjuð. Við getum sagt að tíðni hljóðs sé sjálfstæður eiginleiki þess, og sama má segja um ljós, en að lykt sameindar sé einungis ósjálfstæður eiginleiki hennar. Dæmi um aðra ósjálfstæða eiginleika eru til dæmis litir eða tónar. Lykt virðist að þessu leyti vera sambærileg við liti eða tóna frekar en ljós og hljóð.

Sjá einnig svör Friðrik Páls Jónssonar og Einars Karls Friðrikssonar um lyktarskyn og svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur um hvort til séu litir sem mannsaugað greinir ekki og hvort við sjáum litina eins.


Heimildir:

Aristóteles, Um sálina, íslensk þýðing eftir Sigurjón Björnsson, Reykjavík 1985.

Platon, The Theaetetus of Plato, með skýringum eftir Myles Burnyeat, Cambridge 1990.


Mynd: HB...