Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Lyktarskynið er eitt af skynfærum okkar og annarra dýra en er í eðli sínu líkara bragðskyni heldur en sjón eða heyrn. Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur.
Uppi í nefholinu eru um 50 milljónir þefnema sem þekja um 5 fersentimetra af slímhúð. Þessar milljónir þefnema eru ekki allar mismunandi; ekki er vitað nákvæmlega hversu margar mismunandi gerðir eru af slíkum nemum en talið er að þær séu allt að þrjú þúsund. Þessar mismunandi gerðir nema eru mismunandi prótín sem kallast viðtakar því þau geta tekið við og bundist tilteknum sameindum á mjög sérhæfðan hátt. Það má ímynda sér sérhvern viðtaka sem skráargat þar sem ákveðin sameind, eða ákveðinn bútur af líkum sameindum, er lykill sem passar í skrána. Þegar slík sameind kemur inn um nefið og sest á réttan viðtaka sendir viðtakinn rafboð til heilans um að nú sé viðtakinn ásetinn og heilinn flokkar boðið sem tiltekna lykt. Viðtakarnir sitja á endum taugafrumna svo segja má að þefskynið sé beintengt við heilann. Talið er að heilbrigt nef geti fundið 10.000 mismunandi lyktir, svo væntanlega eru margar lyktir samsettar af viðbrögðum fleiri en einnar tegundar þefnema.
Þefskynið er mjög næmt en það fer þó mjög eftir því um hvaða lykt er að ræða. Til dæmis má finna lykt af sumum illa þefjandi brennisteinssamböndum eins og etýlmercaptani þótt styrkur þess sé aðeins 3x10-9% í loftinu en það jafngildir að í einum andardrætti séu rúmlega 1012 (milljón milljónir) slíkar sameindir sem er ekki mikið eða innan við eitt nanógramm (milljarðshluti úr grammi). Ef við finnum enga lykt af efni er það vegna þess að sameindir þess efnis tengjast ekki neinum þefnemum eða vegna þess að engar sameindir losna úr efninu og berast í nef okkar. Til dæmis lykta efni miklu minna í frosti því þá gefa þau frá sér færri sameindir út í andrúmsloftið.
Sjá einnig svar Friðrik Páls Jónssonar um lyktarskyn.