Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 523 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ummyndun í bergi?

Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skilja kindur hver aðra?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur giltu um z í íslensku?

Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...

category-iconVísindi almennt

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

category-iconHugvísindi

Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?

Um gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar: Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efs...

category-iconEfnafræði

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

category-iconLæknisfræði

Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

Hér er einnig svar við spurningunni: Er lúpínuseyði gott til verndar ónæmiskerfinu og hefur það verið rannsakað vísindalega? Maður að nafni Ævar Jóhannesson hefur framleitt lúpínuseyði frá árinu 1988 og gefið þeim sem þiggja vilja. Hefur það verið notað af fjölmörgum einstaklingum sem hafa glímt við ýmsa kvilla ...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er snefilspíra?

Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningarAð eiga ekki snefilspíru = vera skítblankurSnefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fjármálakreppa?

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...

Fleiri niðurstöður