Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 850 svör fundust
Hvers konar dýr eru tapírar?
Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus. Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stut...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...
Hvert er næringargildi manneskju?
Fyrir nokkrum misserum hefði verið erfitt að svara þessari spurningu. Mannát hefur því miður verið litið hornauga í vestrænu samfélagi og helstu fræðirit í næringarfræði veita engar upplýsingar um næringargildi mannakjöts. Á síðustu mánuðum og árum hefur þó áhugi og vitundarvakning um mannát skotið rótum á meginla...
Af hverju verður húðslit?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...
Hvenær var smokkurinn fundinn upp?
Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. ...
Er vitað hvaðan spænska veikin kom?
Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þe...
Hvenær kom Churchill til Íslands?
Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...
Í hverju bjuggu víkingar?
Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...
Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?
Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...
Hvað eru sefítar?
Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...
Hvað eru til margar apategundir?
Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...
Hvað eru samsætur?
Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...
Hvar í heilanum eru minningar geymdar?
Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...
Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast?
Svarið við báðum þessum spurningum er já! Apar og reyndar velflest önnur dýr með jafnheitt blóð hafa botnlanga. Botnlangi apa er yfirleitt stærri en botnlangi manna. Í simpönsum (Pan troglodytes) er botnlanginn um 10 cm langur en í mönnum er hann um 7 cm. Botnlangi simpansa er breiðari og snúnari en hjá mönnum. Í ...