Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 987 svör fundust
Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?
Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...
Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?
Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, ...
Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?
Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt: Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum ...
Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það?
Nafnið Ku Klux Klan er notað yfir tvenn leynisamtök í Bandaríkjunum. Hin fyrri voru stofnuð um 1866 í lok þrælastríðsins og störfuðu til 1871, en þá voru þau bönnuð með lögum. Yngri samtökin voru stofnuð 1915 og eru til enn í dag. Fyrri hluti nafnsins, Ku Klux, er fenginn að láni úr grísku, en gríska orðið kýkl...
Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?
Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...
Hvernig sjá hundar?
LitaskynjunKeilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit. Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vis...
Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?
Ómögulegt er að fullyrða hvaða eldfjall hefur gosið oftast því nákvæmar mælingar á eldgosum eru nýlegt fyribæri. Virkasta eldfjall heims heitir Kilauea og er á eyjunni Hawaii, sem er ein af eyjunum sem mynda Hawaii-eyjaklasann. Kilauea á Hawaii er eitt virkasta eldfjall í heimi. Nú síðast hófst gos þar 20. desemb...
Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...
Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?
Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar. Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfi...
Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?Þar er aðallega hlýindum um að kenna. Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fel...
Hvernig má skilgreina nörd?
Enska orðið nerd hefur náð fótfestu í tungunni, fyrst sem ómenguð sletta, nörd en um nokkurt skeið hefur einnig borið á frekari aðlögun orðsins að tungunni og bæði nörður og njörður heyrast notuð í þess stað. Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhver...
Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?
Samkvæmt V. kafla laga um ættleiðingar gegna kjörforeldrar upplýsingaskyldu gagnvart kjörbörnum. Þar segir að þeir skuli skýra kjörbarni frá því að það sé ættleitt jafnskjótt og það hefur þroska til. Þetta er útfært nánar og orðrétt segir í lögunum:Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri....
Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?
Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur. Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru...
Eru fuglaber eitruð?
Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...
Hvað eru nifteindastjörnur og geta hvítir dvergar orðið þyngri en meðalstórar stjörnur?
Þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman á lokaskeiðum stjörnunnar getur þrennt gerst. Ef upprunalega stjarnan var meiri en 30 sólarmassar verður til svarthol. Ef upprunalegi massinn var hins vegar minni en 30 sólarmassar verður annað hvort til nifteindastjarna eða hvítur dvergur. Teikning listamanns af n...