Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið Ku Klux Klan er notað yfir tvenn leynisamtök í Bandaríkjunum. Hin fyrri voru stofnuð um 1866 í lok þrælastríðsins og störfuðu til 1871, en þá voru þau bönnuð með lögum. Yngri samtökin voru stofnuð 1915 og eru til enn í dag.

Fyrri hluti nafnsins, Ku Klux, er fenginn að láni úr grísku, en gríska orðið kýklos merkir ‘hringur, hjól’. Það er einnig samstofna enska orðinu cycle (‘hringsnúast; hjóla; hjól...’) og bicycle (‘reiðhjól’). Íslensku orðin hjól og hvel eru skyld sama gríska orðinu.

Talið er að orðið Klan hafi fyrst og fremst verið valið vegna hljóðstafanna, en clan á ensku merkir annars vegar ‘flokkur fjölskyldna sem rekja ættir til sameiginlegs forföður’ en hins vegar ‘samtök manna um sameiginlegt áhugamál, oft öfgasamtök’. Líklegast er að síðari merking clan eigi við Klan. Rithátturinn með K hefur svo væntanlega verið valinn til að falla að fyrri hluta nafnsins.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri tengd svör, til dæmis:

Mynd: Studenterpræstearbejdet i Aalborg.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.7.2005

Spyrjandi

Fjóla Guðmundsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5113.

Guðrún Kvaran. (2005, 5. júlí). Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5113

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5113>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það?
Nafnið Ku Klux Klan er notað yfir tvenn leynisamtök í Bandaríkjunum. Hin fyrri voru stofnuð um 1866 í lok þrælastríðsins og störfuðu til 1871, en þá voru þau bönnuð með lögum. Yngri samtökin voru stofnuð 1915 og eru til enn í dag.

Fyrri hluti nafnsins, Ku Klux, er fenginn að láni úr grísku, en gríska orðið kýklos merkir ‘hringur, hjól’. Það er einnig samstofna enska orðinu cycle (‘hringsnúast; hjóla; hjól...’) og bicycle (‘reiðhjól’). Íslensku orðin hjól og hvel eru skyld sama gríska orðinu.

Talið er að orðið Klan hafi fyrst og fremst verið valið vegna hljóðstafanna, en clan á ensku merkir annars vegar ‘flokkur fjölskyldna sem rekja ættir til sameiginlegs forföður’ en hins vegar ‘samtök manna um sameiginlegt áhugamál, oft öfgasamtök’. Líklegast er að síðari merking clan eigi við Klan. Rithátturinn með K hefur svo væntanlega verið valinn til að falla að fyrri hluta nafnsins.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri tengd svör, til dæmis:

Mynd: Studenterpræstearbejdet i Aalborg....