Þegar við fyllum vatnsglas með köldu vatni úr krananum og látum glasið síðan standa við stofuhita, losnar nitrið og súrefnið smám saman úr vatninu, örlitlar bólur myndast og setjast oft á örsmáar örður á glerinu. Ef loftþrýstingurinn er að falla á sama tíma og vatnið hitnar, þá riðlast jafnvægið milli gassameinda sem eru að losna úr vatninu og þeirra sem bætast við það. Mun fleiri gassameindir fara úr vatninu og þá myndast líka fleiri bólur innan á glasinu. Frekara lesefni:
- Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni? eftir Benedikt G. Waage
- Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos? eftir Sigurð V. Smárason
- Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út? eftir Ágúst Kvaran
Mynd: