Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?

JGÞ og ÞV

Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur.


Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru í upplausn í kranavatni.

Þegar við fyllum vatnsglas með köldu vatni úr krananum og látum glasið síðan standa við stofuhita, losnar nitrið og súrefnið smám saman úr vatninu, örlitlar bólur myndast og setjast oft á örsmáar örður á glerinu.

Ef loftþrýstingurinn er að falla á sama tíma og vatnið hitnar, þá riðlast jafnvægið milli gassameinda sem eru að losna úr vatninu og þeirra sem bætast við það. Mun fleiri gassameindir fara úr vatninu og þá myndast líka fleiri bólur innan á glasinu.

Frekara lesefni:

Upphaflegur höfundur svarsins er bandaríski veðurfræðingurinn Rick Watling. Svarið er þýtt af vefsíðu Scientific American

Mynd:

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.1.2008

Spyrjandi

Jón Guðmundsson

Tilvísun

JGÞ og ÞV. „Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7016.

JGÞ og ÞV. (2008, 21. janúar). Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7016

JGÞ og ÞV. „Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7016>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?
Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur.


Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru í upplausn í kranavatni.

Þegar við fyllum vatnsglas með köldu vatni úr krananum og látum glasið síðan standa við stofuhita, losnar nitrið og súrefnið smám saman úr vatninu, örlitlar bólur myndast og setjast oft á örsmáar örður á glerinu.

Ef loftþrýstingurinn er að falla á sama tíma og vatnið hitnar, þá riðlast jafnvægið milli gassameinda sem eru að losna úr vatninu og þeirra sem bætast við það. Mun fleiri gassameindir fara úr vatninu og þá myndast líka fleiri bólur innan á glasinu.

Frekara lesefni:

Upphaflegur höfundur svarsins er bandaríski veðurfræðingurinn Rick Watling. Svarið er þýtt af vefsíðu Scientific American

Mynd: