Munurinn á nifteindastjörnu eða hvítum dverg ræðst af svonefndum Chandrasekhar-mörkum. Um þau segir í svari við spurningunni Hvað eru Chandrasekhar-mörk?:
Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar.Nifteindastjörnur eru oft og tíðum innan við 16 km í þvermál. Slík stjarna er því gífurlega þétt í sér og getur ein teskeið rúmað hundruð milljóna tonna af nifteindaefni. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.