Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 854 svör fundust
Er túmorsjúkdómurinn í Mýrinni eftir Arnald Indriðason til í alvörunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í bókinni Mýrin eftir Arnald Indriðason er talað um „túmorsjúkdóm“ (bls. 100). Er túmorsjúkdómur til? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er „túmorsjúkdómur“, hver eru einkennin og er sjúkdómurinn arfgengur? Túmorsjúkdómur er ekki nafn á sjúkdómi en læknirinn Mýrinni ef...
Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?
Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við brin...
Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?
Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarv...
Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur lí...
Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?
Ef við lítum á mannkynið allt þá er dökkur háralitur algengastur, það er svartur eða mjög dökkbrúnn. Að Evrópu undanskilinni er dökkt hár nær alsráðandi sem náttúrulegur háralitur. Það er þó breytilegt hversu dökkur liturinn er, hvort hann er hrafnsvartur eða dökkbrúnn. Einnig er áferð hársins misjöfn, allt frá þv...
Hver er munurinn á hita- og kuldaskilum?
Skil myndast þar sem loft af mismunandi uppruna mætist, til þæginda er talað um að tveir loftmassar takist á. Skil eru sjaldnast alveg kyrrstæð heldur hörfar annar loftmassinn oftast fyrir hinum sem þá sækir fram. Skilum fylgir að jafnaði einhver úrkoma. Hitaskil eru þar sem hlýtt loft sækir að, þegar þau fara...
Hvernig er óðal snæuglu?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?
Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos ha...
Er bannað að rassskella börn á Íslandi?
Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...
Hvernig er eyðimerkurgróður?
Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...
Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja t...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er prófessor í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir Ólafs eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði (e. regenerative medicine). Þær fela í sér að þróa aðferðir til ræktunar stofnfruma utan líkamans til klínískrar not...
Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir. Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróð...
Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?
Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla. Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða ...