Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 403 svör fundust
Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?
Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...
Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?
Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru. Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lykta...
Hvaðan koma orðin amma og afi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt? Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amm...
Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...
Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...
Er hægt að vera tvíkynja?
Hér er svarað spurningunum:Er til fólk sem er tvíkynja? Ef svo er, af hverju stafar það og af hvaða kyni verður einstaklingurinn? Hversu algengt er að fólk fæðist tvíkynja? Eru til tvíkynja manneskjur? Hversu algengt er þá að menn fæðist með tvö ólík kynfæri? Rétt er að taka fram í upphafi að hér er nær eingön...
Hver var Pierre Bourdieu og hvert var framlag hans til félagsvísinda?
Pierre Bourdieu (1930-2002) er einn áhrifamesti félagsvísindamaður síðustu áratuga. Hann var af alþýðufólki kominn en lauk heimspekinámi frá elítuháskóla í París og hóf síðan að vinna að félagsfræðilegum rannsóknum. Hann fékkst frá upphafi við viðamiklar empírískar rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, en þ...
Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?
Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið og Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1849-5...
Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...
Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...
Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?
Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar lí...
Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?
Andri Vigfússon, Karl Valur Guðmundsson og Þórdís Katla Bjartmarz, nemendur í FSu, spurðu: 'Hvernig er bygging snjókorna?' Eiríkur Rafn spurði: 'Hvers vegna eru öll snjókorn mismunandi og hvað gerir þau svona ólík hvert öðru og hvernig getur það verið svona nákvæmt?' Hugrún spurði: 'Er rétt að engin tvö snjókorn...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Hvers vegna hverfur lyktarskynið?
Lyktar- og bragðskyn eru nátengd. Bragðlaukarnir sem skynja bragð eru á tungunni og lyktarsvæðið sem skynjar lykt er efst í nefholi. Bragð eins og súrt eða sætt getum við skynjað án lyktarskyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Lykt og bragð veitir okkur ý...
Hvað er kynímynd?
Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...