Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1501 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?

Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?

Um þetta hefur áður verið fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina? En þessu er raunar öfugt farið. Sjávarfallakraftar (e. tidal forces) valda núningi á snúningi jarðar sem dregur úr hverfiþunga og hreyf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?

Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...

category-iconJarðvísindi

Er Herjólfsdalur eldgígur?

Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo: Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?

Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?

Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni. Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver er jörðin?

Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?

Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því. Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?

Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan stjörnumerkið Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Almyrkvinn hefst klukkan 07:4...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er geimgrýti?

Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Önnur hugtök eru einnig notuð...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?

Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...

Fleiri niðurstöður