Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 648 svör fundust
Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?
Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld. Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Ís...
Hvernig verkar spegill sem speglar á annarri hliðinni en er gegnsær hinum megin séð?
Spyrjandi vísar í upphaflegri spurningu í yfirheyrsluherbergi í bíómyndum. Spegillinn sem lýst er í spurningunni er aðeins til í skáldsögum og kvikmyndum. Hins vegar má ná fram svipuðum skynhrifum með því að nota flöt sem speglar ljósgeislum að hluta en hleypir hinu í gegn, og hafa rökkvað öðru megin flatar en ...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hver er stærsti api í heimi?
Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...
Hvað eru til margar reikistjörnur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?
Til er gömul þjóðsaga sem segir frá karli sem heyrði mjög illa en vildi ekki að aðrir kæmust að því. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V:399) er sagan sögð á þá leið að karl var eitt sinni úti í skógi að höggva við. Þá sér hann þrjá menn nálgast, tvo ríðandi og einn gangandi. Þá hugsar karl með sér: Nú munu þeir sp...
Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina?
Dýpsta hola sem boruð hefur verið niður í jörðina er á Kólaskaga í Rússlandi. Holan nefnist á ensku Kola Superdeep Borehole. Hafist var handa við borun hennar árið 1970 og var markmiðið sett á að komast 15.000 m niður. Árið 1979 var holan orðin tæplega 9.600 m og fór þar með fram úr Bertha Rogers-holunni í Oklahom...
Hvað er malaría og hvernig smitast hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig smitast malaría og hvaða afleiðingar hefur hún?Er búið að finna bóluefni eða lækningu við malaríu? Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin? Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigði...
Hvernig er ættartré mannsins?
Spurningin er í heild sinni svona:Hvert er ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund Homo sapiens sapiens? Maðurinn (Homo sapiens sapiens) er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum, e. Kingdom) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylum...
Hvers konar fiskar eru bláfiskar?
Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...
Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað?
Björg Þorleifsdóttir er lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur (e. circadian rhythms). Líkamsklukkan er annar tveggja meginþátta sem stýrir svefni, hinn er svefnþörf sem eykst í ...
Hvað þýðir spútnik?
Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...
Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?
Þessi munur er margvíslegur og skulu hér nefnd nokkur atriði:Hljóðbylgjur berast um loft og önnur efni en geta ekki borist um tómarúm. Útvarpsbylgjur geta hins vegar borist um tómarúm og ýmis efni, svo sem loft. Í þessu felst að hljóð getur ekki borist um geiminn en útvarpsbylgjur geta það hæglega, samanber sérsta...