Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Til er gömul þjóðsaga sem segir frá karli sem heyrði mjög illa en vildi ekki að aðrir kæmust að því. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V:399) er sagan sögð á þá leið að karl var eitt sinni úti í skógi að höggva við. Þá sér hann þrjá menn nálgast, tvo ríðandi og einn gangandi. Þá hugsar karl með sér: Nú munu þeir spyrja hvað ég sé að gera. ,,Höggva axarskaft handa syni mínum,“ svara ég þá. ,,Hvað á það að vera langt?“ spyrja þeir. ,,Allt upp að kvisti,“ svara ég. Þá munu þeir spyrja mig til vegar og ég svara: ,,Hér norður úr skörðunum.“ Þá munu þeir biðja um að fá merina að láni. ,,Hún er bæði hölt og skökk og þið megið ríða henni hvert sem þið viljið.“ ,,Blessaður vertu,“ munu þeir þá segja. ,,Vari það sem lengst,“ svara ég þá.


,,Axarskaft handa syni mínum ..."

Nú koma mennirnir að honum og segja: ,,Sæll vertu karl minn.“ ,,Axarskaft handa syni mínum.“ ,,Rekist það upp í rassinn á þér,“ segja aðkomumenn. ,,Allt upp að kvisti,“ svaraði karlinn. ,,Fjandinn dragi þig á hárinu,“ segja þeir. ,,Hérna norður úr skörðunum,“ svarar karlinn. ,,Áttu enga konu? spyrja þeir. Þá segir karl ,,Hún er bæði hölt og skökk og megið þið ríða henni hvert sem þið viljið.“ ,,Farðu bölvaður,“ segja aðkomumenn. ,,Vari það sem lengst,“ svaraði karlinn.

Sambærilegar sögur eru til á Norðurlöndum og er þetta því ein af þeim sögum sem kallaðar hafa verið flökkusögur. Svör karlsins, sem hann hafði undirbúið fyrirfram, voru í engu samræmi við spurningarnar og frá fyrsta svarinu, ,,axarskaft handa syni mínum“ er síðan komið að gera axarskaft eða að einhverjum verði á axarskaft í merkingunni að ‛gera mistök’. Á dönsku segja menn ,,goddag mand – økseskaft“ ef einhver veitir svar við spurningu sem ekkert hefur með spurninguna að gera, er alveg út í hött.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.5.2010

Spyrjandi

Stefán Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55559.

Guðrún Kvaran. (2010, 18. maí). Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55559

Guðrún Kvaran. „Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?
Til er gömul þjóðsaga sem segir frá karli sem heyrði mjög illa en vildi ekki að aðrir kæmust að því. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V:399) er sagan sögð á þá leið að karl var eitt sinni úti í skógi að höggva við. Þá sér hann þrjá menn nálgast, tvo ríðandi og einn gangandi. Þá hugsar karl með sér: Nú munu þeir spyrja hvað ég sé að gera. ,,Höggva axarskaft handa syni mínum,“ svara ég þá. ,,Hvað á það að vera langt?“ spyrja þeir. ,,Allt upp að kvisti,“ svara ég. Þá munu þeir spyrja mig til vegar og ég svara: ,,Hér norður úr skörðunum.“ Þá munu þeir biðja um að fá merina að láni. ,,Hún er bæði hölt og skökk og þið megið ríða henni hvert sem þið viljið.“ ,,Blessaður vertu,“ munu þeir þá segja. ,,Vari það sem lengst,“ svara ég þá.


,,Axarskaft handa syni mínum ..."

Nú koma mennirnir að honum og segja: ,,Sæll vertu karl minn.“ ,,Axarskaft handa syni mínum.“ ,,Rekist það upp í rassinn á þér,“ segja aðkomumenn. ,,Allt upp að kvisti,“ svaraði karlinn. ,,Fjandinn dragi þig á hárinu,“ segja þeir. ,,Hérna norður úr skörðunum,“ svarar karlinn. ,,Áttu enga konu? spyrja þeir. Þá segir karl ,,Hún er bæði hölt og skökk og megið þið ríða henni hvert sem þið viljið.“ ,,Farðu bölvaður,“ segja aðkomumenn. ,,Vari það sem lengst,“ svaraði karlinn.

Sambærilegar sögur eru til á Norðurlöndum og er þetta því ein af þeim sögum sem kallaðar hafa verið flökkusögur. Svör karlsins, sem hann hafði undirbúið fyrirfram, voru í engu samræmi við spurningarnar og frá fyrsta svarinu, ,,axarskaft handa syni mínum“ er síðan komið að gera axarskaft eða að einhverjum verði á axarskaft í merkingunni að ‛gera mistök’. Á dönsku segja menn ,,goddag mand – økseskaft“ ef einhver veitir svar við spurningu sem ekkert hefur með spurninguna að gera, er alveg út í hött.

Mynd:...