Nú koma mennirnir að honum og segja: ,,Sæll vertu karl minn.“ ,,Axarskaft handa syni mínum.“ ,,Rekist það upp í rassinn á þér,“ segja aðkomumenn. ,,Allt upp að kvisti,“ svaraði karlinn. ,,Fjandinn dragi þig á hárinu,“ segja þeir. ,,Hérna norður úr skörðunum,“ svarar karlinn. ,,Áttu enga konu? spyrja þeir. Þá segir karl ,,Hún er bæði hölt og skökk og megið þið ríða henni hvert sem þið viljið.“ ,,Farðu bölvaður,“ segja aðkomumenn. ,,Vari það sem lengst,“ svaraði karlinn. Sambærilegar sögur eru til á Norðurlöndum og er þetta því ein af þeim sögum sem kallaðar hafa verið flökkusögur. Svör karlsins, sem hann hafði undirbúið fyrirfram, voru í engu samræmi við spurningarnar og frá fyrsta svarinu, ,,axarskaft handa syni mínum“ er síðan komið að gera axarskaft eða að einhverjum verði á axarskaft í merkingunni að ‛gera mistök’. Á dönsku segja menn ,,goddag mand – økseskaft“ ef einhver veitir svar við spurningu sem ekkert hefur með spurninguna að gera, er alveg út í hött. Mynd:
- Yukon Archives Images Database. Sótt 18.5.2010.