Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er múmía?

Dagný Arnarsdóttir

Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma.

Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af útfararsiðum. Lesa má meira um smurningu í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Eru lík smurð á Íslandi? Múmíur geta líka orðið til fyrir slysni. Mjúkvefir geta varðveist við varanlega frystingu, til dæmis þegar fólk hefur orðið úti uppi á fjöllum. Sama gerist ef einstaklingur lendir ofan í súrefnislausri mómýri eða grefst ofan í þurran jarðveg á dauðastundinni.



Egypsk múmía sem varðveittist í þurrum sandi.

Ísmaðurinn Ötzi, sem fannst í byrjun 10. áratugar síðustu aldar og vakti mikla athygli, er ein af mörgum múmíum sem hafa varðveist í köldu loftslagi. Nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi? Meðal fyrstu múmía sem geymdust á þennan hátt voru mammútar í Síberíu. Hold sumra þeirra, hár og magainnihald hafði varðveist í sífreranum. Múmíur hafa einnig fundist í steingröfum í Qilakitsoq á vesturströnd Grænlands, en engar slíkar hafa fundist á Íslandi hingað til.

Við kjörskilyrði fyrir rotnun getur líkami orðið að beinagrind á 10 dögum. Rotnun tekur hins vegar yfirleitt mun lengri tíma þegar lík eru grafin niður í jörðina eins og tíðkast í okkar menningarsamfélagi. En þó svo að lík séu grafin er niðurbrotið innan frá stöðugt nema iðrin séu fjarlægð eins og nánar er fjallað um í svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? Því er í raun merkilegt að líkamsleifar nái að varðveitast svo öldum eða árþúsundum skiptir.

Mynd:

Sótt á: http://www.ancientegypt.co.uk/mummies/home.html, birt með góðfúslegu leyfi the British Museum.

Höfundur

nemandi í fornleifafræði

Útgáfudagur

22.2.2006

Spyrjandi

N. N.

Tilvísun

Dagný Arnarsdóttir. „Hvað er múmía?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5661.

Dagný Arnarsdóttir. (2006, 22. febrúar). Hvað er múmía? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5661

Dagný Arnarsdóttir. „Hvað er múmía?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5661>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma.

Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af útfararsiðum. Lesa má meira um smurningu í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Eru lík smurð á Íslandi? Múmíur geta líka orðið til fyrir slysni. Mjúkvefir geta varðveist við varanlega frystingu, til dæmis þegar fólk hefur orðið úti uppi á fjöllum. Sama gerist ef einstaklingur lendir ofan í súrefnislausri mómýri eða grefst ofan í þurran jarðveg á dauðastundinni.



Egypsk múmía sem varðveittist í þurrum sandi.

Ísmaðurinn Ötzi, sem fannst í byrjun 10. áratugar síðustu aldar og vakti mikla athygli, er ein af mörgum múmíum sem hafa varðveist í köldu loftslagi. Nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi? Meðal fyrstu múmía sem geymdust á þennan hátt voru mammútar í Síberíu. Hold sumra þeirra, hár og magainnihald hafði varðveist í sífreranum. Múmíur hafa einnig fundist í steingröfum í Qilakitsoq á vesturströnd Grænlands, en engar slíkar hafa fundist á Íslandi hingað til.

Við kjörskilyrði fyrir rotnun getur líkami orðið að beinagrind á 10 dögum. Rotnun tekur hins vegar yfirleitt mun lengri tíma þegar lík eru grafin niður í jörðina eins og tíðkast í okkar menningarsamfélagi. En þó svo að lík séu grafin er niðurbrotið innan frá stöðugt nema iðrin séu fjarlægð eins og nánar er fjallað um í svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? Því er í raun merkilegt að líkamsleifar nái að varðveitast svo öldum eða árþúsundum skiptir.

Mynd:

Sótt á: http://www.ancientegypt.co.uk/mummies/home.html, birt með góðfúslegu leyfi the British Museum. ...