Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 588 svör fundust
Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...
Merkir edda virkilega langamma?
Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur). Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda me...
Hvað bjuggu margir í Evrópu árið 1000?
Aðferðir til að gera sér grein fyrir fólksfjölda á liðinni tíð, áður en skráning hófst, byggjast einkum á mati á vistfræðilegum þáttum ásamt tæknistigi og atvinnuháttum samfélagsins. Samkvæmt þess konar aðferðum er talið að íbúar Evrópu árið 1000 hafi verið um 36 milljónir og um helmingur þeirra hafi búið við Miðj...
Hvað heita reikistjörnurnar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?
Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...
Hvað er genasamsæta?
Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings. Af 46 litningum m...
Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?
Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi. Leigjandi má ekki hefða jörðina sem han...
Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?
Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast. Ástralía er talsvert stærri en Græ...
Eftir hverjum heita stóru brandajól?
Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu: Um...
Út á hvað gekk Hawthorne-rannsóknin í sálfræði og hver var niðurstaða hennar?
Hawthorne-rannsóknin svonefnda var í raun röð rannsókna sem fram fóru á árunum 1924 – 1932 í Hawthorne-verksmiðjum fyrirtækisins Western Electric, í Illinois-fylki í Bandaríkjunum. Áður en við beinum sjónum að rannsóknunum sjálfum er nauðsynlegt að minnast þess að aðstæður verkafólks á þessum tíma voru með talsver...
Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?
Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...
Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...
Hvernig virka orgel?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...
Hver er tilgangurinn með kennitölu?
Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis ei...
Hvað er expressjónismi?
Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna and...