Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 415 svör fundust
Hvað er sólstingur?
Í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? kemur fram að ef líkamshiti okkar (body temperature) hækkar er ástæðan yfirleitt of mikil varmaframleiðsla (of mikið um efnahvörf) eða að varmi (heat) berst inn í okkur frá umhverfinu. Líkaminn getur reynt að koma í ...
Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?
Geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Challenger var þá í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2040 km hraða á klukkustund. Um borð í ferjunni voru sjö geimfarar; fimm karlar og tvær konur, þeirra á meðal Christa McAuliffe ...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?
Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...
Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...
Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?
Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því. Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá...
Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af ...
Hversu kaldir eru jöklar?
Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...
Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...
Hvenær er logn á Íslandi?
Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi...
Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?
Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...
Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?
Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Hvað gerðist í orrustunni um Saipan í síðari heimsstyrjöldinni?
Kyrrahafsstríðið hófst með árás Japana á Pearl Harbor hinn 7. desember 1941. Í kjölfarið fylgdu örir landvinningar og sigrar Japana sem lögðu undir sig landsvæði allt að Indlandi til vesturs, Nýju-Gíneu til suðurs og Wake-eyju og Gilberts-eyja til austurs. Þetta var mikil sigurganga og gefur til kynna þá miklu yfi...
Af hverju stafar vefjagigt og hvað eru margir með sjúkdóminn?
Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) tengist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telj...