Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er logn á Íslandi?

Haraldur Ólafsson

Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi lítið viðnám.

Morgunstillla í Skutulsfirði 15. maí 2017.

Vindur verður vegna loftþrýstimunar milli staða, eða loftþrýstistiguls. Algengast er að sýna loftþrýstimuninn með jafnþrýstilínum á veðurkortum, en þær draga upp mynd af lægðum og hæðum. Í grófum dráttum blæs vindur rangsælis umhverfis lægðir og hann er því hvassari sem loftþrýstistigullinn er meiri (línurnar á veðurkortinu þéttari). Lægðagangur er mestur á vetrum og þá er ekki oft logn. Það er þó ekki alltaf logn þótt lægðir séu fjarri. Þrýstingur getur orðið breytilegur vegna þess að loft yfir landi og sjó, láglendi og fjöllum er misheitt. Þá verða fallvindar, brekkuvindar, hafgola og landgola.

Haf- og landgola, fall- og brekkuvindur.

Lognið að næturlagi á sumrin, og reyndar öðru hverju allan ársins hring, tengist líka stöðugleika loftsins. Ef loftið niðri við jörð er tiltölulega kalt miðað við það sem ofar er, verður lítil lóðrétt blöndun og segja má að vindurinn renni ofan á köldu og kyrru loftlagi. Það sést stundum þegar logn er við jörð en far á lágskýjum.

Sagt er meira frá logninu í grein samnefndri grein í Náttúrufræðingnum.

Myndir:
  • Sigurjón J. Sigurðsson. (2017, 15. maí). Sigurjón photography. Facebook. Birt með góðfúslegu leyfi.
  • Haraldur Ólafsson. (2017). Lognið. Náttúrufræðingurinn, 87(1-2), bls. 40-44.

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.6.2024

Síðast uppfært

7.6.2024

Spyrjandi

Karen

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Hvenær er logn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86708.

Haraldur Ólafsson. (2024, 6. júní). Hvenær er logn á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86708

Haraldur Ólafsson. „Hvenær er logn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86708>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er logn á Íslandi?
Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi lítið viðnám.

Morgunstillla í Skutulsfirði 15. maí 2017.

Vindur verður vegna loftþrýstimunar milli staða, eða loftþrýstistiguls. Algengast er að sýna loftþrýstimuninn með jafnþrýstilínum á veðurkortum, en þær draga upp mynd af lægðum og hæðum. Í grófum dráttum blæs vindur rangsælis umhverfis lægðir og hann er því hvassari sem loftþrýstistigullinn er meiri (línurnar á veðurkortinu þéttari). Lægðagangur er mestur á vetrum og þá er ekki oft logn. Það er þó ekki alltaf logn þótt lægðir séu fjarri. Þrýstingur getur orðið breytilegur vegna þess að loft yfir landi og sjó, láglendi og fjöllum er misheitt. Þá verða fallvindar, brekkuvindar, hafgola og landgola.

Haf- og landgola, fall- og brekkuvindur.

Lognið að næturlagi á sumrin, og reyndar öðru hverju allan ársins hring, tengist líka stöðugleika loftsins. Ef loftið niðri við jörð er tiltölulega kalt miðað við það sem ofar er, verður lítil lóðrétt blöndun og segja má að vindurinn renni ofan á köldu og kyrru loftlagi. Það sést stundum þegar logn er við jörð en far á lágskýjum.

Sagt er meira frá logninu í grein samnefndri grein í Náttúrufræðingnum.

Myndir:
  • Sigurjón J. Sigurðsson. (2017, 15. maí). Sigurjón photography. Facebook. Birt með góðfúslegu leyfi.
  • Haraldur Ólafsson. (2017). Lognið. Náttúrufræðingurinn, 87(1-2), bls. 40-44.
...