Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 972 svör fundust
Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?
Í söfnum Orðabókar Háskólans eru engin dæmi um notkun orðanna bakborði/stjórnborði í flugvélum. Við höfðum því samband við tvo reynda flugmenn sem sögðu okkur að slík notkun tíðkaðist ekki í flugmáli. Þess má geta að orðið stjórnborði er upphaflega dregið af því að stýrið var hægra megin á skipum en bakborði af...
Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?
Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...
Hvar eru Svörtuloft?
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...
Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?
Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona: Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði? Þann 19. mars ...
Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?
Upprunalegu spurningarnar voru: Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :) Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í g...
Hvenær eru bænadagar?
Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags eru skírdagur og föstudagurinn langi nefndir bænadagar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um þessa notkun er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1887: Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum. Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eft...
Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?
Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...
Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?
Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...
Eru ekki 100.000.000.000 stjörnukerfi í okkar vetrarbraut?
Eins og Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson segja frá í svari sínu við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? er talið að fjöldi stjarna í Vetrarbrautinni sé 100-400 milljarðar. Hins vegar er ekki þar með sagt að stjörnukerfi, eða sólkerfi, í Vetrarbrautinni séu svona mörg. Eins og Þorsteinn V...
Hvað þýðir bæjarnafnið Ranakot?
Hér er átt við bæjarnafn á Stokkseyri, en þar voru tvær hjáleigur til með því nafni. Ranakot voru hjáleigur á Stokkseyri. Á myndinni sést Stokkseyri. © Mats Wibe Lund. Guðni Jónsson prófessor segir um Ranakot í Stokkseyrarhverfi sem getið er fyrst í manntali 1703, að bærinn dragi „nafn af hæðardragi því, er han...
Hvar er Seborga?
Furstadæmið Seborga er að finna í Lígúríu-héraði á ítölsku rívíerunni, nálægt frönsku landamærunum. Þar búa um 2000 manns á 14 ferkílómetra svæði. Seborga er sjálfstætt ríki en ríkisborgarar í Seborga eru aðeins 362. Það varð til sem lén á 10. öld en varð furstadæmi um 1079 og hefur haldið þeirri stöðu sinni sí...
Hvað heitir og hvaða tilgangi þjónar það sem hangir niður aftarlega í munninum á fólki?
Það heitir úfur og er aftasti hluti mjúka gómsins. Hlutverk mjúka gómsins er að mynda skilvegg milli öndunarvegarins fyrir ofan hann í nefholinu og munnholsins. Nauðsynlegt er að geta lokað þarna á milli, bæði til að hindra fæðu í því fara upp í nefholið og einnig í sambandi við talið. Mjúki gómurinn er uppb...
Hver fann upp fernuna?
Fernan var fundin upp af sænsku fyrirtæki sem heitir Tetra Pak. Fyrirtækið kynnti vél til fjöldaframleiðslu fernunnar á blaðamannafundi þann 18. maí 1951. Stofnendur Tetra Pak voru Ruben Rausing og Erik Wallenberg sem kalla má uppfinningamenn fernunnar. Í fyrstu var fernan þríhyrningslaga, það er fjórflötungur ...
Hvaðan kemur orðið appelsína?
Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...
Hvernig er trapisa skilgreind?
Trapisa eða hálfsamsíðungur er ferhyrningur þar sem tvær mótlægar hliðar eru samsíða. Trapisa heitir á ensku "trapezoid" eða "trapezium". Trapisa. Í þessu felst að trapisa er ein tegund ferhyrninga (quadrangles) en þeir eru rúmmyndir sem eru saman settar úr fjórum línustrikum sem tengjast saman í endapunktum ...