Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það heitir úfur og er aftasti hluti mjúka gómsins.
Hlutverk mjúka gómsins er að mynda skilvegg milli öndunarvegarins fyrir ofan hann í nefholinu og munnholsins. Nauðsynlegt er að geta lokað þarna á milli, bæði til að hindra fæðu í því fara upp í nefholið og einnig í sambandi við talið.
Mjúki gómurinn er uppbyggður af bandvefsþynnu og vöðvum, meðal annars af vöðvaþráðum sem ganga aftur í úfinn, og þannig getum við lyft gómnum og lokað þétt á móti afturvegg koksins.
Ef gómurinn nær ekki að lokast fáum við svo kallað opið nefmæli, eins og þeir sem hafa klofinn góm. Stundum er úfurinn sporðlaga og er það vægasta stig gómklofa og á ekki að koma að sök.
Friðrik Páll Jónsson. „Hvað heitir og hvaða tilgangi þjónar það sem hangir niður aftarlega í munninum á fólki?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1135.
Friðrik Páll Jónsson. (2000, 16. nóvember). Hvað heitir og hvaða tilgangi þjónar það sem hangir niður aftarlega í munninum á fólki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1135
Friðrik Páll Jónsson. „Hvað heitir og hvaða tilgangi þjónar það sem hangir niður aftarlega í munninum á fólki?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1135>.