Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt?

Jón Már Halldórsson

Hin upprunalegu íslensku tré, ilmbjörkin (Betula pubescens) og ilmreynir (Sorbus aucuparia), verða ekki mjög gömul miðað við fjölmargar erlendrar trjátegundir. Sennilega verða þau vart meira en 80 ára gömul. Því má ætla að innfluttar trjátegundir sem gróðursettar voru á 19. öld séu elstu tré landsins.

Elsta tréð, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, er silfurreynir (Sorbus intermedia) nokkur sem vex á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Georg Schierbeck landlæknir flutti tréð til landsins frá Danmörku og var það gróðursett árið 1884.

Þessi silfurreynir er líklega elsta tré landsins.

Silfurreynir er talinn þola loftmengun í borgum betur en flestar aðrar trjátegundir og er því vinsæll sem götutré erlendis. Tréð mun geta dafnað enn um sinn borgarbúum til yndis þar sem silfurreynir getur orðið allt að 200 ára gamall.

Ekki hefur höfundur þessa svars fregnir af eldri trjám á Íslandi en fróðlegt væri að fá upplýsingar um eldri tré hér á landi ef einhver eru.

Mynd:
  • Mynd í eigu ritstjórnarmeðlims.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.9.2012

Spyrjandi

Thelma Lind Victorsdóttir, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt?“ Vísindavefurinn, 3. september 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62220.

Jón Már Halldórsson. (2012, 3. september). Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62220

Jón Már Halldórsson. „Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62220>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt?
Hin upprunalegu íslensku tré, ilmbjörkin (Betula pubescens) og ilmreynir (Sorbus aucuparia), verða ekki mjög gömul miðað við fjölmargar erlendrar trjátegundir. Sennilega verða þau vart meira en 80 ára gömul. Því má ætla að innfluttar trjátegundir sem gróðursettar voru á 19. öld séu elstu tré landsins.

Elsta tréð, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, er silfurreynir (Sorbus intermedia) nokkur sem vex á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Georg Schierbeck landlæknir flutti tréð til landsins frá Danmörku og var það gróðursett árið 1884.

Þessi silfurreynir er líklega elsta tré landsins.

Silfurreynir er talinn þola loftmengun í borgum betur en flestar aðrar trjátegundir og er því vinsæll sem götutré erlendis. Tréð mun geta dafnað enn um sinn borgarbúum til yndis þar sem silfurreynir getur orðið allt að 200 ára gamall.

Ekki hefur höfundur þessa svars fregnir af eldri trjám á Íslandi en fróðlegt væri að fá upplýsingar um eldri tré hér á landi ef einhver eru.

Mynd:
  • Mynd í eigu ritstjórnarmeðlims.

...