Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum.Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eftirfarandi:
Tel ég æskilegt að þessir helgidagar væru afnumdir: annar í jólum, páskum og hvítasunnu, nýársdagrinn, bænadagarnir (skírdagur og langifrjádagr), hinn almenni bænadagr (kóngsbænadagr).Eldri dæmi í Ritmálssafninu um orðið bænadagur vísa til almennra bænadaga en þeir voru þrír til fjórir árlega frá siðskiptum til 1686. Í Íslensku fornbréfasafni stendur til dæmis 1567:
ad Bænadagar skule vera iij ä haust sinn huøran midkudag, og firste byriest i sæluviku á hausten.Danakonungur fyrirskipaði 1686 að halda skyldi almennan bænadag alls staðar í ríki hans. Kóngsbænadag gat borið upp frá 15. apríl til 21. maí. Í heimild frá síðari hluta 17. aldar segir til dæmis:
Fiorde Føstudagur epter Paaska er almenneligur Bænadagur.Vegna tilskipunar konungs var dagurinn nefndur kóngsbænadagur en sá misskilningur kom fljótlega upp að biðja ætti fyrir konungi þann dag. Hélst kóngsbænadagur sem almennur bænadagur til 1893 að Alþingi samþykkti að leggja hann niður.
- Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Reykjavík, Mál og menning.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 27.3.2013).
- Talmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 27.3.2013).
- Mynd: Maundy Thursday: Fisheaters.com. (Sótt 27.3.2013).
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.