Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1130 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?

Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...

category-iconTrúarbrögð

Hver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós?

Kaupsýslumaður einn í Reykjavík hét Gunnar Ásgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Hann átti mikil skipti við sænsk fyrirtæki og flutti til að mynda bæði inn Volvo og Husquarna. Á einni verslunarferð sinni í Stokkhólmi fyrir jól kringum 1964 rakst hann á einfalda trépíramíta með sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér v...

category-iconLandafræði

Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?

District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”. Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?

Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið ga...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál töluðu Föníkar?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona:Hvaða tungumál töluðu Föníkar (er að reyna að skrifa ritgerð)?Fönikía nefndist semískt fornríki í Litlu-Asíu. Ríkið var á um 200 km langri sléttu fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem nú er Líbanon, Sýrland og Palestína. Fönikía sést hér við botn Miðjarðarhafs en gullituðu lan...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconTrúarbrögð

Er vitað hversu margir Ísraelar fóru með Móse frá Egyptalandi?

Einfalda svarið við þessari spurningu felst í því að vísa til textans í 2. Mósebók 12:37-38. Þar segir að 600 þúsund Ísraelsmenn hafi yfirgefið Egyptaland – það er að segja karlmenn, fyrir utan konur og börn og mikinn fjölda fólks af ýmsum uppruna. Þar af leiðandi má ímynda sér á grundvelli þessa texta að hátt í t...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða v...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?

Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var fótbolti fundinn upp?

Fótbolti er gömul íþróttagrein. Elstu öruggu heimildir um fótboltaleik eru um leik í Kyoto í Japan árið 611. Sumar heimildir telja að fyrsti skráði fótboltaleikurinn á Bretlandi hafi átt sér stað í Derby á sprengidag árið 217. Fótboltaleikur í þá daga var þó ekki alveg eins og sá fótbolti sem leikinn er í dag ...

category-iconVísindavefurinn

Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!

Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Guffi?

Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson. Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?

Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öl...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?

Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímata...

Fleiri niðurstöður