Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða var um almenna grænmetisræktun að ræða? Takk fyrir.Vísbendingar um gróðurfar og gróðursamfélög til forna má fá með því að greina frjókorn sem varðveitast í jarðvegi. Á Íslandi hefur frjókornagreining nýst vel til að varpa ljósi á þau miklu umskipti sem urðu við landnám á seinni hluta 9. aldar, þegar maðurinn og húsdýr hans umbreyttu vistkerfi sem fram að því hafði aðeins orðið fyrir áhrifum af loftslagi og eldvirkni. Frjókornalínurit sýna hraða stækkun votlendis og graslendis á kostnað birkiskóga á þessum tíma og er það einkum rakið til þarfa búfjár fyrir bithaga og vetrarfóður. Frjókornalínuritin sýna einnig að á landnámsöld og fram á miðaldir ræktuðu íslenskir bændur korn, fyrst og fremst bygg en mögulega einnig hafra. Flest bendir til að þessi ræktun hafi átt við ramman reip að draga og að hún hafi einkum verið stunduð á stórbýlum sem höfðu nægt vinnuafl til að sinna kornyrkjunni.

Jurtir (eins og Allium) sem notast við skordýrafrjóvgun framleiða mun minna af frjói heldur en þær sem notast við vindfrjóvgun og því eru slík frjó ólíklegri til að finnast í jarðvegi.

Frjókorn og fræ hafa fundist í mannvistarleifum á Skriðuklaustri og í Viðey. Myndin sýnir fornleifafræðinga við uppgröft á Skriðuklaustri.
- Edwards KJ, Erlendsson E, Schofield JE (2011) Is there a Norse ‘footprint’ in North Atlantic pollen records? Í: Sigmundsson S (ritst.) Viking settlements and viking society, papers from the proceedings of the 16th Viking congress, Reykjavík and Reykholt, 16th-23rd August 2009. Hið íslenzka fornleifafélag og University of Iceland Press, Reykjavík, bls. 65-82.
- Einarsson Þ (1962) Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á Íslandi. Saga 3:442-469.
- Erlendsson E (2007) Environmental change around the time of the Norse settlement of Iceland. Dissertation, University of Aberdeen, Scotland.
- Erlendsson E, Edwards KJ, Lawson I, Vésteinsson O (2006) Can there be a correspondence between Icelandic palynological and settlement evidence? Í: Arneborg J, Grønnow B (ritstj.) Dynamics of Northern societies: proceedings of the SILA/NABO conference on Arctic and North Atlantic archaeology, Copenhagen, May 10th-14th, 2004. P.N.M., Copenhagen, bls. 347-353.
- Hallsdóttir M (1987) Pollen analytical studies of human influence on vegetation in relation to the Landnám tephra layer in southwest Iceland, Lundqua Thesis 18. Department of Quaternary Geology, Lund.
- Helgadóttir GP (1981) "Laukagarðr." Speculum norroenum. Norse Studies in Memory of Gabriel Turville-Petre, Odense, bls. 171-84.
- Kristjánsdóttir S, Larsson I, Åsen PA (2014) The Icelandic medieval monastic garden - did it exist? Scandinavian Journal of History 39(5):560-579.
- Rafnsson S (1989) Í laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Skírnir 163, bls. 347-50.
- Riddell S, Erlendsson E, Gísladóttir G, Edwards KJ, Byock J, Zori D (2017) Cereal cultivation as a correlate of high social status in Medieval Iceland, Journal of Vegetation History and Archaeobotany, (væntanleg).
- Free photo: Ornamental Onion, Allium, Flower - Free Image on Pixabay - 2300984. (Sótt 28.11.2017).
- Fornleifar á Skriðuklaustri | Aldarafmæli. (Sótt 23.11.2017).
Orri Vésteinsson þýddi svarið úr ensku og bætti við seinustu efnisgreininni.