Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiTrúarbrögðHver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós?
Kaupsýslumaður einn í Reykjavík hét Gunnar Ásgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Hann átti mikil skipti við sænsk fyrirtæki og flutti til að mynda bæði inn Volvo og Husquarna. Á einni verslunarferð sinni í Stokkhólmi fyrir jól kringum 1964 rakst hann á einfalda trépíramíta með sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér var um að ræða nýjung í Svíþjóð; lítt þekktir smáframleiðendur voru að reyna að koma föndri sínu á framfæri í jólavertíðinni.
Hugmyndin um ljósin sjö er komin úr Gamla testamentinu þar sem sjö arma ljósastikan var mikill helgidómur í musterinu. Þar virðist ljósastikan þó hafa verið lárétt og var ekki á almannafæri.
Þessi framleiðsla hafði þá ekki slegið í gegn í Svíþjóð og mun ekki hafa gert fyrr en um 1980. Jólastjörnur og litlir stjakar voru þar hin hefðbundna gluggaskreyting á aðventu. Gunnari datt hinsvegar í hug að þetta gæti verið sniðugt að gefa gömlum frænkum sínum, handa hverjum menn eru oft í vandræðum með að finna gjafir. Hann keypti held ég þrjú lítil ljós, og þau gerðu mikla lukku hjá frænkunum og vinkonum þeirra. Gunnar keypti því fleiri ljós næsta ár til gjafa sem hlutu sömu viðtökur. Þá fyrst fór hann að flytja þetta inn sem verslunarvöru, og smám saman þótti það naumast hús með húsi ef ekki er slíkt glingur í gluggum.
Þetta fyrirbæri hefur vakið mikla athygli útlendinga sem hingað koma um jólaleytið, enda mun Reykjavík skera sig nokkuð úr öðrum borgum að þessu leyti. Þjóðminjasafnið eða ég sjálfur fáum oft upphringingar utan úr heimi vegna þessa, og margir biblíufróðir spyrja hvort gyðingdómur sé mjög rótgróinn á Íslandi. Það þykir sannast sagna heldur snautlegt þegar upplýst er hversu ofur ung og veraldleg þessi skreyting í rauninni er.
Árni Björnsson. „Hver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1994.
Árni Björnsson. (2001, 6. desember). Hver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1994
Árni Björnsson. „Hver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1994>.