Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 512 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?
Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...
Hver er skilgreiningin á epík, lýrik og dramatík?
Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Hér verður einkum fjallað um upphaflega merkingu orðanna og tengsl hennar við síðari tíma, en auk þess hafa sum þeirra bætt við sig nýrri merkingu. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sag...
Hver er skilgreiningin á parodíu?
Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...
Hver var Balían af Ibelín?
Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust ...
Hvers konar sjón er nasasjón?
Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...
Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?
Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Er til visku- eða þekkingarbrunnur?
Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...
Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið?
Blogg er í stuttu máli dagbókarform á netinu. Á ensku er hugtakið 'blog' stytting á orðinu 'weblog' en 'log' er nokkurs konar dagbók eða kerfisbundin skráning. Í flugi er til að mynda haldin svokölluð 'leiðarflugbók' eða 'flugdagbók', en á ensku nefnist hún 'flight log' eða 'journey logbook'. Bloggið rekur ræt...
Hversu mörg tónverk samdi Mozart?
Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 27. janúar 1756 í Salzburg, Austurríki – nákvæmlega 250 árum áður en þetta er skrifað. Mozart er talinn eitt merkasta tónskáld allra tíma og tónverk hans eru orðin að nokkurs konar erkidæmum um klassíska tónlist. Snillingurinn W. A. Mozart (1756-1791) var ótrúlega afkastamikið og...
Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?
Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmy...
Hver fann upp táknmálið?
Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...
Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?
Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...