Eins og margir vita háttar þannig til baksviðs í Þjóðleikhúsinu að leikarar sitja oftast í svonefndri hornstofu eða “græna herberginu”, sem er rétt aftan við sviðsinngangana tvo og spjalla saman áður en að þeim kemur að fara inn á svið.[3]Uppruna græna herbergisins er hægt að rekja aftur til enskra leikhúsa endurreisnartímans. Þar nefndist aðstaða leikara til að skipta um búninga tiring house.[4] Orðið tires var á þeim tíma haft um búninga og höfuðbúnað, samanber orðið attire. Rýmið sem notað var til búningaskipta var í mörgum tilvikum eins konar hús og áhorfendasalurinn byggður umhverfis það. Á búningahúsinu voru einar eða tvennar dyr að leiksviðiðinu og í húsinu klæddust eða skiptu leikarar um búninga áður en þeir fóru inn á sviðið. Á búningahúsunum gátu einnig verið svalir fyrir áhorfendur. Seinna meir varð orðið 'tiring room' eða búningaherbergi algengara, enda þá ekki alltaf um eiginlegt hús að ræða.

Eina varðveitta teikning samtímamanns af ensku endurreisnarleikhúsi. „Húsið“ sem sést fyrir miðri mynd er hið eiginlega 'tiring house'.

Teikning C. Walter Hodges (1909-2004) af 'tiring house' í ensku endurreisnarleihúsi með tjaldi fyrir.
- ^ Munnleg heimild: Valgerður Dan Jónsdóttir.
- ^ Heimild: Ari Matthíasson.
- ^ Guðrún Þ. Stephensen leikkona látin - Færsla - Þjóðleikhúsið. (Sótt 12.02.2019).
- ^ Stundum einnig nefnt 'tiring room' á þessum tíma og enn frekar seinna í sögunni.
- ^ Frá árinu 1572 giltu lög í Englandi sem kváðu á um að hvert leikfélag hefði tiltekinn aðalsmann sem verndara eða styrktarmann. Leikarar gegndu því þjónustuhlutverki aðalsmanna og eitt af ytri táknum þess hlutverks var búningur í ákveðnum lit. Grænn var einn af þeim litum.
- Bryan, George B. 1992. „On the Theatrical Origin of the Expression "Green Room"“. Proverbium 9: 31-36.
- Hosley, Richard. 1957. „The Gallery over the Stage in the Public Playhouse of Shakespeare's Time“. Shakespeare Quarterly 8 (1): 15-31.
- Richmond, Hugh Macrae. 2004. Shakespeare's Theatre: A Dictionary of His Stage Context. London: Continuum.
- The Swan (theatre) - Wikipedia. (Sótt 14.02.2019). Teikning Johannes de Witt af leikhúsinu The Swan frá árinu 1596. Vinur hans Arend van Buchell endurgerði teikningunan og hún varðveittist en upprunalega myndin er glötuð.
- Curtained tiring house | Touring Stages | Pinterest | Theatre, Sketches and Drawings. (Sótt 14.02.2019).