Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 11 svör fundust
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2019?
Í marsmánuði 2019 birtust 32 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um muninn á 25 og 40 ára láni en svör um kolvetni, heila siðblindingja, græna herbe...
Af hverju eru Ísraelar og Tyrkir þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva?
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin á vegum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (e. European Broadcasting Union) og er opin öllum þeim löndum sem eiga fulla aðild að sambandinu. Þrátt fyrir nafnið er aðild að sambandinu ekki bundin við Evrópu eingöngu og því geta lönd utan Evrópu tekið þátt í söngvakep...
Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleði...
Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón?
Þýskaland hefur unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) tvisvar, árin 1982 og 2010. Nicole sigraði í Evróvisjón árið 1982. Árið 1982 var keppnin haldin í Bretlandi. Þá bar söngkonan Nicole sigur úr býtum en hún söng lagið Ein bißchen Frieden. Árið 2010 var keppnin haldin í N...
Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver eru rökin fyrir að rétt sé að eignarfallsending orðins/nafnsins Nótt sé til Nóttar eins og kemur fram á vefnum ordabok.com? Samheitið nótt beygist ævinlega: nf. et.nóttnf. ft.næturþf.nóttþf.nætur þgf.nóttþgf.nóttum ef.næturef.nótta Þegar orðið er notað sem sérnaf...
Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?
Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...
Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?
Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...
Hvað eru fordómar?
Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...
Hvað eru samfélagsmiðlar?
Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...
Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...