Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin á vegum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (e. European Broadcasting Union) og er opin öllum þeim löndum sem eiga fulla aðild að sambandinu. Þrátt fyrir nafnið er aðild að sambandinu ekki bundin við Evrópu eingöngu og því geta lönd utan Evrópu tekið þátt í söngvakeppninni.
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var stofnað árið 1950 af 23 útvarps- og sjónvarpsstöðvum í Evrópu og við Miðjarðarhafið, það er í Norður-Afríku og í Mið-Austurlöndum. Aðilum að sambandinu hefur síðan fjölgað smám saman og nú eiga fjölmiðlafyrirtæki í 52 löndum fulla aðild að sambandinu. Af þeim eru 9 lönd utan Evrópu, það eru Alsír, Egyptaland, Ísrael, Jórdanía, Líbanon, Líbía, Marokkó, Túnis og Tyrkland. Auk þess eiga 28 lönd í öllum heimsálfum aukaaðild að sambandinu.
Af þeim löndum sem eru utan Evrópu og eiga fulla aðild að sambandinu hafa þrjú tekið þátt í söngvakeppninni Evróvisjón, Ísrael, Tyrkland og Marokkó.
Sigurvegari Evróvisjón árið 1998, Dana frá Ísrael.
Ísrael var fyrst með í Evróvisjón árið 1973 og varð þá í 4. sæti. Bestum árangri náði landið árin 1978, 1979 og 1998 þegar það varð í efsta sæti. Auk þess hefur Ísrael tvisvar lent í 2. sæti, árin 1982 og 1983. Það má því segja að lok 8. áratugarins og byrjun þess 9. hafi verið blómatími Ísraels í keppnin.
Tyrkir tóku fyrst þátt í söngvakeppninni árið 1975 en árangur þeirra hefur ekki verið eins góður og Ísraela. Þeir geta þó státað af sigri árið 2003. Árið 1997 lentu þeir í 3. sæti, í 4. sæti árið 2004 og í því 9. árið 1986. Þar fyrir utan hafa Tyrkir verið fyrir neðan 10 efstu þjóðir.
Marokkóbúar hafa aðeins einu sinni tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en það var árið 1980 og þeir lentu þá í 18. sæti.
Heimildir og mynd:
EDS. „Af hverju eru Ísraelar og Tyrkir þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5012.
EDS. (2005, 20. maí). Af hverju eru Ísraelar og Tyrkir þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5012
EDS. „Af hverju eru Ísraelar og Tyrkir þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5012>.