Hver eru rökin fyrir að rétt sé að eignarfallsending orðins/nafnsins Nótt sé til Nóttar eins og kemur fram á vefnum ordabok.com?Samheitið nótt beygist ævinlega:
Þegar orðið er notað sem sérnafn er bæði notað eignarfallið Nætur og Nóttar eins og kemur fram ef orðið er slegið inn í beygingarlýsingu íslensks nútímamáls á Orðabók Háskólans. Bændur og hestamenn víða um land hafa sagt mér að svartar ær og merar fái gjarnan heitið Nótt og þá sé nánast alltaf notað eignarfallið Nóttar. Sama virðist gilda um kvenmannsnafnið Nótt, það fylgir oftar ánum og merunum en hinni upphaflegu eignarfallsmynd. Þó eru margir sem kjósa fremur að nota eignarfallið Nætur og virðist flest benda til að þessar tvímyndir muni lifa áfram hlið við hlið.
nf. et. nótt nf. ft. nætur þf. nótt þf. nætur þgf. nótt þgf. nóttum ef. nætur ef. nótta
Nokkuð hefur verið rætt um hvernig eigi að fallbeygja nafn Silvíu Nóttar/Nætur, fulltrúa Íslands í Evróvisjón 2006.
Eiginnöfn fara oft aðra leið í beygingu en samnöfnin. Sem dæmi mætti nefna björg sem í þolfalli og þágufalli er björg þegar um samheiti er að ræða en Björgu þegar talað er um konu. Tvímyndir eru einnig vel þekktar, eins og Þorkatli/Þorkeli í þágufalli og Höskulds/Höskuldar í eignarfalli. Mynd: Ruv.is