Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4764 svör fundust
Hvar eru rauðhærðir algengastir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...
Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?
Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...
Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Appollo 11 var fyrsti mannaði leiða...
Hvað var spánska veikin?
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...
Væru regnbogar bein lína ef jörðin væri flöt?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju er regnbogi svona oft í akkúrat 180 gráðum? Form regnbogans ræðst af kúlulögun regndropa í loftinu og brotstuðli vatnsins. Brotstuðullinn segir til um hraða ljóssins í vatninu og stjórnar stefnubreytingu ljósgeisla sem fer úr lofti inn í vatnsdropann. Fyri...
Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?
Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...
Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku? Nafnið á hljóðfærinu, sem spurt er um, hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. Í Íslenskri orðsifjabók er orðið ri...
Hvernig verðum við til?
Hér er einnig svarað öðrum spurningum um sama efni:Hvernig fer frjóvgun fram eftir að sæðið er komið inn í líkama konunnar?Geturðu lýst fyrir mér frjóvgunarferlinu?Hvernig á frjóvgun eggs sér stað í manninum?Hvað getið þið sagt mér um frjóvgun hjá manninum?Er það satt að ég hafi byrjaði sem fræ?Hægt er að miða við...
Hvernig er majónes búið til?
Majónes er ýrulausn (feitiupplausn eða þeytulausn) sem á ensku er kallað "emulsion." Þetta á við um efni þar sem fitukúlur eru dreifðar í vatnsfasa eða vatnskúlur dreifðar í fitufasa. Majónes er 80% feit vara og fólk ætti því að neyta þess í hófi. Majónes er óvenjuleg matvara því að fitan myndar dreifða fasann í ý...
Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Hvað er smaragður?
Smaragður (e. emerald) er gimsteinn eða eðalsteinn en svo kallast skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Hann hefur hörkuna 7,5-8 á Mohs-kvarðanum sem notaður er til að mæla hörku steina. Smaragður er eitt afbrigði af beryl en það er steind gerð úr berylálsilíkati Be3Al2...
Er hægt að finna svar við öllu milli himins og jarðar?
Að sjálfsögðu er hægt að finna svar við öllu á milli himins og jarðar. Ef einhver spyr til að mynda hvernig sólin sé á litinn er hægt að gefa mörg svör, til að mynda "sólin er gul", "sólin er græn", "sólin hefur ekki lit heldur eru litir einungis til í huga skynjandans" eða jafnvel bara "42" (en 42 var samkvæmt bó...
Er orðið Kjalarnes hugsanlega komið úr gelísku?
Enginn fótur er fyrir þeirri skýringu að nafnið sé komið úr gelísku. Orðið kjölur er víða í örnefnum og merkir kjalarlaga fell eða fjall eða annað sem líkist kili á skipi sem hvolfir. Sjá um þetta nánar grein eftir undirritaðan, ,,Kjalarnes och andra isländska kjölur-namn", í bókinni Nefningar (Rvk. 2009), bls. 29...
Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...
Hvað er vedísk stærðfræði?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...