Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 566 svör fundust
Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?
Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir? Einn af ú...
Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól. Reikistjarnan er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð en það eru 4.400.000.000 km. Þar sem brautir reikistjarnanna umhverfis sól eru sporbaugslaga en ekki hringlaga er fjarlægð reikistjarnanna frá sól, og þá einnig fjarlægð á milli reikistjarnanna sjálf...
Hvað eru strombólsk eldgos?
Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...
Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Appollo 11 var fyrsti mannaði leiða...
Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?
Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...
Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?
Já, það er eðlilegt að finna fyrir sársauka er bein grær saman. Bein gróa mishratt og varir sársauki mislengi eftir því. Bein barna gróa hraðar en fullorðinna og brot þar sem auðvelt er að halda beini stöðugu, til dæmis í legg eða handlegg, gróa hraðar en í mjög hreyfanlegum beinum, svo sem í hryggsúlu eða mjaðmag...
Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?
Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...
Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?
Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...
Hvað koma upp mörg riðutilfelli á ári á Íslandi?
Baráttan gegn riðu hér á landi hefur gengið framar vonum flestra. Við upphaf baráttunnar voru fleiri en 100 bæir sýktir í 24 varnarhólfum af þeim 36 sem landinu var skipt í. Tilfellin eru nú um tvö á ári og vonir standa til þess að útbreiðslan hafi verið stöðvuð. Veikin hefur ekki fundist á nýju svæði (varnarhólfi...
Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...
Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra?
Orðin gáfur og gáfaður merkja ekki nákvæmlega það sama og greind og greindur. Okkur grunar þó að spyrjendur eigi við vaxandi greind. Hér verður því í raun og veru svarað spurningunni:Hvers vegna fer mæld greind fólks sífellt vaxandi?Þótt ótrúlegt megi virðast hefur frammistaða fólks á greindarprófum batnað með h...
Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?
Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög...
Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?
Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...
Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?
Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...