Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 441 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Rosalind Franklin og hvernig tengist hún rannsóknum á DNA?

Rosalind Elsie Franklin var fædd í London árið 1920. Hún var af gyðingaættum. Hún lauk jafngildi B.Sc.-prófs í eðlisfræði frá Cambridge árið 1941 og hlaut doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá sama skóla árið 1945. Rannsóknir hennar til doktorsprófs snerust um vissa eiginleika kola. Frá 1947 til 1950 starfaði hún í Pa...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?

Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki. IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaða...

category-iconLandafræði

Hvað er auðlind?

Íslenska orðið auðlind er tiltölulega gagnsætt og hlýtur að eiga að tákna eitthvað sem menn geta gert sér auð úr - auðsuppspretta eins og stundum er sagt. Í nútíma samfélagi þýðir þetta að menn geti nýtt sér fyrirbærið til arðbærrar framleiðslu eða starfsemi, þrátt fyrir að öflun þess kunni að kosta fé og fyrirhöf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru þyngdarbylgjur?

Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Til eru lausnir á jöfnum almennu afstæðiskenningarinnar sem lýsa bylgjunum en vísindamönnum hefur ekki tekist að nema þyngdarbylgjur. Eftir að Isaac Newton setti fram sínar hugmyndir um eðli þyngdarinnar...

category-iconVísindi almennt

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?

Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti gerst ef strókur gammablossa beindist að jörðinni?

Áhugavert er að skoða hver áhrif gammablossa í Vetrarbrautinni gætu orðið ef strókurinn beindist að jörðinni en slíkt var fyrst ígrundað árið 1995. Ef gert er ráð fyrir meðalblossa í 10.000 ljósára fjarlægð þá myndi aflþéttleiki hans á yfirborði jarðarinnar jafngilda aflþéttleika kjarnorkusprengingarinnar í Hirosh...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?

Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...

category-iconHagfræði

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til f...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?

Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að me...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar er jörðin?

Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólker...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leikjafræði?

Leikjafræði (e. Game Theory) fjallar um þau samskipti manna - eða annarra - þar sem athafnir eins hafa áhrif á hag og athafnir annarra. Þetta er augljóslega afar víðtækt svið. Einn fremsti leikjafræðingur heims, Robert Aumann, telur að ef til vill ætti frekar að kalla hana gagnvirk ákvarðanafræði (á ensku Interact...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?

Um leið og við svörum því þurfum við að gera upp við okkur hvað við meinum með orðinu fjölmiðill. Hægt væri að leika sér að því að segja að förukonurnar sem segir frá í Njáls sögu og báru fréttir á milli bæja hafi verið fjölmiðlar síns tíma, eða að lóan sé sá fjölmiðill sem boði Íslendingum komu vorsins. En þá eru...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða átt er vestur?

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...

category-iconHugvísindi

Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?

Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líkleg...

Fleiri niðurstöður