Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3463 svör fundust
Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?
Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja ...
Hvað er skötuselur með stórar tennur?
Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli sköt...
Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?
Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...
Hvernig varð fyrsta manneskjan til?
Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna? Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn ...
Hvers vegna má mér ekki langa?
Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfa...
Eru galdrar til?
Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...
Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?
Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppn...
Er hægt að brjóta náttúrulögmál?
Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...
Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?
Krabbamein eru illkynja æxli sem átt geta upptök sín í því sem næst öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur flokkur fjöldamargra sjúkdóma sem hver fyrir sig er mismunandi bæði með tilliti til vaxtarhraða og getunnar til þess að valda dauða. Þannig eru til margar gerðir lungnakr...
Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?
Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...
Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?
Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...
Eru geimverur með stóran og grænan haus?
Við þekkjum, að minnsta kosti enn sem komið er, aðeins þær „geimverur“ sem byggja jörðina, það er að segja allar lífverurnar hér á jörðinni. Einungis fáar þeirra eru með stóran og grænan haus. Við getum vissulega vel hugsað okkur að til séu geimverur utan jarðar, það er að segja lifandi verur á reikistjörnu ei...
Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað? Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr bla...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?
Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem algengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svipuðum takmörkunum og hér við yfirborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng me...