Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?

Ármann Jakobsson

Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppni og þættir sem eru líkari heimildamyndum en þó gjarnan með tilbúnum aðstæðum af einhverju tagi. Dæmi um bandaríska þætti af fyrri tegundinni eru Survivor og Paradise Hotel. Dæmi um bandaríska þætti af seinni tegundinni eru The Simple Life (með Paris Hilton) og The Real World, en allir þessir þættir hafa verið sýndir á Íslandi.

Þó að sjónvarpsþættir án handrits hafi lengi tíðkast og eins þátttaka „venjulegs fólks“ í sjónvarpsþáttum má segja að veruleikaþættir í sinni núverandi mynd verði til á 10. áratug 20. aldar. Þeir elstu snerust um það að hópur fólks var látinn dveljast í lokuðu umhverfi um nokkra hríð (þættir þeirrar gerðar voru til í Hollandi og Bandaríkjunum fyrir rúmum 15 árum, bandaríski þátturinn The Real World varð til árið 1992 og hefur síðan verið sýndur á sjónvarpsstöðinni útbreiddu MTV).


Fyrsti Survivor-þátturinn var sýndur í Svíþjóð og hét þar Expedition Robinson.

Algengur misskilningur er að allir veruleikasjónvarpsþættir komi frá Bandaríkjunum. Sú er ekki raunin en hins vegar er algengt að bandarísk afbrigði þáttanna séu sýnd hér á landi, sennilega vegna samninga íslenskra sjónvarpsstöðva við bandarískar. Til dæmis var fyrsti Survivor-þátturinn sýndur í Svíþjóð, Big Brother sló í gegn í Hollandi og Idol-hugmyndin í Bretlandi (þátturinn hét þar Pop Idol og breska poppstjarnan Will Young var fyrsti sigurvegarinn).

Alls konar tegundir veruleikaþátta eru til, þar á meðal þættir þar sem hópur manna er látinn búa í sama húsi í lengri eða skemmri tíma og þættir þar sem fylgst er með lífi frægrar manneskju um hríð, til dæmis Ozzy Osbourne og fjölskyldu hans. Þessi tegund þátta stendur nálægt hefðbundnum heimildaþáttum. Stundum eru þættirnir greinilega nátengdir slíkum þáttum; skyldleiki þátta eins og Hæðarinnar og Allt í drasli við hefðbundnari þátt eins og Innlit/Útlit eru þannig augljós. Af öðru tagi eru keppnisþættirnir sem segja má að reki ætt sína til spurningaþátta sem hafa verið á dagskrá sjónvarps um langa hríð (íslenski þátturinn Gettu betur var þannig fyrst sýndur árið 1986 og hefur nú verið 23 sinnum á dagskrá). Munurinn á hefðbundnum keppnisþætti og veruleikaþætti er fyrst og fremst sá að í veruleikaþáttunum er baksviðið ekki síður mikilvægt en keppnin sjálf. Einnig má segja að í veruleikaþáttunum ríki mikið hugarflug um það í hverju má keppa.

Veruleikaþáttakeppnir hafa verið haldnar um hjónabönd og stefnumót (en slíkir þættir voru raunar haldnir í sjónvarpssal löngu áður), alls konar íþróttir og öfgafulla hegðun (þar má nefna þættina The Amazing Race og Fear Factor). Þá hafa undanfarið sprottið upp þættir um atvinnuleit (The Apprentice, Hell‘s Kitchen, On the Lot og vitaskuld America‘s Next Top Model) og til þeirra má vitaskuld teljast söngkeppnir eins og Idol-keppnina, X-Factor og Bandið hans Bubba. Líkja má þessum þáttum við tilbrigði við sama stefið og varla hægt að segja að um mikla nýjung sé að ræða þó að eitt árið sé keppt í nýrri starfsgrein.


Þátturinn America's Next Top Model er dæmi um raunveruleikasjónvarpsþátt sem snýst um atvinnuleit.

Veruleikaþættir hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hver öðrum líkir og má það til sanns vegar færa en hið sama gildir auðvitað um hefðbundna keppnisþætti eða þætti um innanhúsarkitektúr. Þá hefur nafn þeirra verið gagnrýnt og er oft skrifað um að „veruleikinn“ í þáttunum sé mismikill. Rétt er þó að geta þess að ýmsir framleiðendur veruleikaþátta, til dæmis Mark Burnett sem framleiðir marga þeirra, til dæmis Survivor, forðast að nota þetta orð. Vitaskuld eru veruleikaþættir sviðsettir en vart verða þeir þó sakaðir um blekkingar þar sem sviðsetningin blasir við í flestum tilvikum, til dæmis sú staðreynd að fólk virðist oft vera eitt, til dæmis par á stefnumóti, en þó hlýtur myndavél að vera nærri. Rétt er líka að benda á að allar heimildamyndir eru líka sviðsettar, jafnvel fréttirnar sjálfar sem erfitt er að segja að færi mönnum meiri „raunveruleika“ en veruleikaþættir, aðeins öðruvísi úrval úr heiminum.

Önnur gagnrýni á veruleikaþætti er að það sé óhollt „venjulegu fólki“ að verða frægt á svipstundu, öfugt við til dæmis þjálfaða leikara eða söngvara, en hún á vitaskuld fyrst og fremst við meðal milljónaþjóða. Frægð raunveruleikastjarna er ekkert skyndilegri eða óvæntari en til dæmis frægð Bítlanna á svipuðum tíma þó að hæfileikarnir á bak við frægðina séu vitaskuld sjaldan svo miklir. Þá hefur oft verið gagnrýnt hvernig sýnt er í þáttunum að fólk gerir sig að fífli. Fyrsta umferð Idol-þátta er þannig iðulega full af emjandi fólki með litla sjálfsgagnrýni og enn minni hæfileika. Eins hafa þættir sem fjalla um stefnumót og hjónabönd iðulega þótt full nærgöngulir.

Óhætt er að kalla fyrstu áratug 21. aldar „öld veruleikaþáttanna“ því að ekkert sjónvarpsefni hefur náð jafn miklum vinsældum og má þar nefna að um 50 milljón manns munu hafa séð lokaþátt fyrstu bandarísku Survivor-syrpunnar.

Íslensk grein um raunveruleikaþætti: Ármann Jakobsson, „Róbinsonsögur frá 21. öldinni: Í tilefni af komu veruleikasjónvarpsins til Íslands,“ Skírnir 180 (2006), 82-104.

Myndir:

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

15.4.2008

Spyrjandi

Arnþór Axelsson, f. 1990

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7348.

Ármann Jakobsson. (2008, 15. apríl). Hvað eru eiginlega veruleikaþættir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7348

Ármann Jakobsson. „Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7348>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?
Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppni og þættir sem eru líkari heimildamyndum en þó gjarnan með tilbúnum aðstæðum af einhverju tagi. Dæmi um bandaríska þætti af fyrri tegundinni eru Survivor og Paradise Hotel. Dæmi um bandaríska þætti af seinni tegundinni eru The Simple Life (með Paris Hilton) og The Real World, en allir þessir þættir hafa verið sýndir á Íslandi.

Þó að sjónvarpsþættir án handrits hafi lengi tíðkast og eins þátttaka „venjulegs fólks“ í sjónvarpsþáttum má segja að veruleikaþættir í sinni núverandi mynd verði til á 10. áratug 20. aldar. Þeir elstu snerust um það að hópur fólks var látinn dveljast í lokuðu umhverfi um nokkra hríð (þættir þeirrar gerðar voru til í Hollandi og Bandaríkjunum fyrir rúmum 15 árum, bandaríski þátturinn The Real World varð til árið 1992 og hefur síðan verið sýndur á sjónvarpsstöðinni útbreiddu MTV).


Fyrsti Survivor-þátturinn var sýndur í Svíþjóð og hét þar Expedition Robinson.

Algengur misskilningur er að allir veruleikasjónvarpsþættir komi frá Bandaríkjunum. Sú er ekki raunin en hins vegar er algengt að bandarísk afbrigði þáttanna séu sýnd hér á landi, sennilega vegna samninga íslenskra sjónvarpsstöðva við bandarískar. Til dæmis var fyrsti Survivor-þátturinn sýndur í Svíþjóð, Big Brother sló í gegn í Hollandi og Idol-hugmyndin í Bretlandi (þátturinn hét þar Pop Idol og breska poppstjarnan Will Young var fyrsti sigurvegarinn).

Alls konar tegundir veruleikaþátta eru til, þar á meðal þættir þar sem hópur manna er látinn búa í sama húsi í lengri eða skemmri tíma og þættir þar sem fylgst er með lífi frægrar manneskju um hríð, til dæmis Ozzy Osbourne og fjölskyldu hans. Þessi tegund þátta stendur nálægt hefðbundnum heimildaþáttum. Stundum eru þættirnir greinilega nátengdir slíkum þáttum; skyldleiki þátta eins og Hæðarinnar og Allt í drasli við hefðbundnari þátt eins og Innlit/Útlit eru þannig augljós. Af öðru tagi eru keppnisþættirnir sem segja má að reki ætt sína til spurningaþátta sem hafa verið á dagskrá sjónvarps um langa hríð (íslenski þátturinn Gettu betur var þannig fyrst sýndur árið 1986 og hefur nú verið 23 sinnum á dagskrá). Munurinn á hefðbundnum keppnisþætti og veruleikaþætti er fyrst og fremst sá að í veruleikaþáttunum er baksviðið ekki síður mikilvægt en keppnin sjálf. Einnig má segja að í veruleikaþáttunum ríki mikið hugarflug um það í hverju má keppa.

Veruleikaþáttakeppnir hafa verið haldnar um hjónabönd og stefnumót (en slíkir þættir voru raunar haldnir í sjónvarpssal löngu áður), alls konar íþróttir og öfgafulla hegðun (þar má nefna þættina The Amazing Race og Fear Factor). Þá hafa undanfarið sprottið upp þættir um atvinnuleit (The Apprentice, Hell‘s Kitchen, On the Lot og vitaskuld America‘s Next Top Model) og til þeirra má vitaskuld teljast söngkeppnir eins og Idol-keppnina, X-Factor og Bandið hans Bubba. Líkja má þessum þáttum við tilbrigði við sama stefið og varla hægt að segja að um mikla nýjung sé að ræða þó að eitt árið sé keppt í nýrri starfsgrein.


Þátturinn America's Next Top Model er dæmi um raunveruleikasjónvarpsþátt sem snýst um atvinnuleit.

Veruleikaþættir hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hver öðrum líkir og má það til sanns vegar færa en hið sama gildir auðvitað um hefðbundna keppnisþætti eða þætti um innanhúsarkitektúr. Þá hefur nafn þeirra verið gagnrýnt og er oft skrifað um að „veruleikinn“ í þáttunum sé mismikill. Rétt er þó að geta þess að ýmsir framleiðendur veruleikaþátta, til dæmis Mark Burnett sem framleiðir marga þeirra, til dæmis Survivor, forðast að nota þetta orð. Vitaskuld eru veruleikaþættir sviðsettir en vart verða þeir þó sakaðir um blekkingar þar sem sviðsetningin blasir við í flestum tilvikum, til dæmis sú staðreynd að fólk virðist oft vera eitt, til dæmis par á stefnumóti, en þó hlýtur myndavél að vera nærri. Rétt er líka að benda á að allar heimildamyndir eru líka sviðsettar, jafnvel fréttirnar sjálfar sem erfitt er að segja að færi mönnum meiri „raunveruleika“ en veruleikaþættir, aðeins öðruvísi úrval úr heiminum.

Önnur gagnrýni á veruleikaþætti er að það sé óhollt „venjulegu fólki“ að verða frægt á svipstundu, öfugt við til dæmis þjálfaða leikara eða söngvara, en hún á vitaskuld fyrst og fremst við meðal milljónaþjóða. Frægð raunveruleikastjarna er ekkert skyndilegri eða óvæntari en til dæmis frægð Bítlanna á svipuðum tíma þó að hæfileikarnir á bak við frægðina séu vitaskuld sjaldan svo miklir. Þá hefur oft verið gagnrýnt hvernig sýnt er í þáttunum að fólk gerir sig að fífli. Fyrsta umferð Idol-þátta er þannig iðulega full af emjandi fólki með litla sjálfsgagnrýni og enn minni hæfileika. Eins hafa þættir sem fjalla um stefnumót og hjónabönd iðulega þótt full nærgöngulir.

Óhætt er að kalla fyrstu áratug 21. aldar „öld veruleikaþáttanna“ því að ekkert sjónvarpsefni hefur náð jafn miklum vinsældum og má þar nefna að um 50 milljón manns munu hafa séð lokaþátt fyrstu bandarísku Survivor-syrpunnar.

Íslensk grein um raunveruleikaþætti: Ármann Jakobsson, „Róbinsonsögur frá 21. öldinni: Í tilefni af komu veruleikasjónvarpsins til Íslands,“ Skírnir 180 (2006), 82-104.

Myndir:...