Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn einn einstaklingur hafi verið fyrsta manneskjan í heiminum. Maðurinn sem tegund varð ekki til í einni svipan heldur þróaðist á löngum tíma. Með tímanum urðu því til æ "mannlegri" einstaklingar. Þorsteinn Vilhjálmsson segir í svari sínu við spurningunni Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
[Talið er að] nútímamaðurinn sem tegund [hafi] orðið til... [á] um það bil 130.000 árum, það er að segja löngu, löngu áður en nokkrar sögur hófust. Jafnvel þótt þeir sem þá voru uppi hefðu kunnað skil á tegundarhugtaki og þróunarkenningu nútímans hefðu þeir ekki getað bent á einhvern tiltekinn einstakling, karl eða konu, og sagt: „Þú ert fyrsti maðurinn“.Fólki er ennfremur bent á að kynna sér svarið við spurningunni Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til? eftir Einar Árnason.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.