Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 298 svör fundust
Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. de...
Hver fann upp símann?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...
Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?
Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...
Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?
Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...
Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?
Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?
Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...
Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?
Þegar fólksfjöldi er metinn er litið til náttúrulegrar fjölgunar (e. natural growth) og fólksflutninga á milli ríkja. Náttúruleg fjölgun er munurinn á fjölda fæðinga og fjölda andláta innan ríkja. Íbúaþéttleiki er yfirleitt mældur sem hlutfall milli fjölda einstaklinga og ákveðinnar svæðiseiningar og yfirleitt set...
Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?
Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...
Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...
Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?
Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...
Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?
Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...
Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?
Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómaful...
Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?
Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...