Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 429 svör fundust
Hvað er útópía?
Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þ...
Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?
Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt ...
Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?
Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...
Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?
Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...
Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?
Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahir...
Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?
Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...
Af hverju fær maður hálsbólgu og kunnið þið einhver góð ráð við henni?
Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýk...
Hvað eru til margar torræðar tölur?
Áður en við svörum þessari spurningu er ágætt að koma á hreint hvað torræðar tölur eru og hverjir eru helstu eiginleikar þeirra. Torræð tala er tvinntala sem er ekki algebruleg tala. Þar sem algebrulegar tölur eru sennilega ekki mjög þekkt fyrirbæri nema meðal stærðfræðinga er þetta heldur gagnslaus skilgreinin...
Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?
Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...
Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...
Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?
Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1 Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn er...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Hvernig er yfirborð Satúrnusar?
Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð. Hér má sjá innviði Júpíters og Satúrnusar.Upplýsingum um efnasamsetningu gasrisanna hefur að mestu verið aflað af geimföru...
Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?
Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...
Hvað er kontrapunktur?
Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...