Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Sævar Helgi Bragason

Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þótt byltingarkennd væri, eins og átti raunar alltof oft við um kvenkyns stjörnufræðinga í upphafi 20. aldar.

Henrietta Swan Leavitt fæddist í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum hinn 4. júlí árið 1868. Hún nam við Radcliffe-kvennaskólann og lauk þaðan B.S.-prófi árið 1892. Fljótlega eftir útskrift veiktist hún og missti næstum alla heyrn. Um svipað leyti heillaðist hún af stjarnvísindum.

Henrietta Swan Leavitt (1868-1921).

Árið 1893 fékk hún starf við stjörnustöð Harvard-háskóla. Á þeim tíma réð þar ríkjum stjörnufræðingurinn Edward Pickering (1846-1919). Hann hafði fengið fé til þess að bæta aðstöðuna og ráða til sín aðstoðarfólk. Pickering réði næstum eingöngu konur til starfa og var Leavitt ein þeirra, en af öðrum má nefna Ceciliu Payne-Gaposchkin.

Hlutverk Leavitts var að mæla og kortleggja birtu stjarna á ljósmyndaplötum stjörnustöðvarinnar. Á þessum tíma leyfðist konum ekki að nota sjónauka. Leavitt flokkaði mörg þúsund stjörnur á ljósmyndum af Magellanskýjunum, fylgivetrarbrautum okkar Vetrarbrautar, og birti árið 1908 niðurstöður sínar í Annals of the Astronomical Observatory of Harvard College. Þar lýsti hún mynstri sem sérstök tegund stjarna, svokallaðir sefítar, sýndu.

Sefítar eru óstöðugar stjörnur, svonefndar sveiflustjörnur eða breytistjörnur, sem eru mun stærri og miklu bjartari en sólin okkar. Þær þenjast út og dragast saman með lotubundum hætti og stendur hver lota yfir í nokkra daga upp í mánuði. Lotan er lengri hjá björtustu stjörnunum en skemmri hjá daufari stjörnum. Leavitt uppgötvaði þetta samband en það er mjög nákvæmt og er þekkt sem sveiflulýsilögmálið.

Sveiflulýsilögmál Henriettu Leavitt gerði Edwin Hubble og öðrum stjörnufræðingum að átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Þann 4. október 1923 tók Hubble ljósmynd af Andrómeduþokunni og fann í henni sefíta. Með sveiflulýsilögmálinu tókst honum að finna út að sefítinn í Andrómeduþokunni var óralangt fyrir utan Vetrarbrautina okkar.

Í myrkvatvístirnakerfinu OGLE-LMC-CEP0227 er önnur stjarnan sefíti. Stjörnufræðingar geta reiknað út massa stjarna í slíkum tvístirnakerfum með mikilli nákvæmni. Myndin sýnir hvernig listamaður ímyndar sér að tvístirnakerfið líti út.

Henrietta Leavitt lagði þannig grunninn að nákvæmustu aðferðinni sem við höfum til að mæla fjarlægðir til nálægra vetrarbrauta og kortleggja alheiminn. Hubble sagði sjálfur að Leavitt verðskuldaði Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun sína. Árið 1924 hugðist sænski stærðfræðingurinn Gösta Mittag-Leffler (1846-1927) við Konunglegu sænsku vísindaakademíuna tilnefna Leavitt til verðlaunanna en komst þá að því að Leavitt hafði þremur árum áður, 12. desember 1921, látist af völdum krabbameins, aðeins 53 ára gömul. 

Þótt Leavitt fengi ekki þá viðurkenningu sem hún átti skilið á sinni tíð, fékk hún uppreisn æru síðar meir. Í dag er hún talin til merkustu stjarnvísindamanna sögunnar. Á tunglinu er gígur nefndur henni til heiðurs og smástirni í smástirnabeltinu ber einnig nafn hennar.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

24.11.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61322.

Sævar Helgi Bragason. (2011, 24. nóvember). Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61322

Sævar Helgi Bragason. „Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61322>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þótt byltingarkennd væri, eins og átti raunar alltof oft við um kvenkyns stjörnufræðinga í upphafi 20. aldar.

Henrietta Swan Leavitt fæddist í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum hinn 4. júlí árið 1868. Hún nam við Radcliffe-kvennaskólann og lauk þaðan B.S.-prófi árið 1892. Fljótlega eftir útskrift veiktist hún og missti næstum alla heyrn. Um svipað leyti heillaðist hún af stjarnvísindum.

Henrietta Swan Leavitt (1868-1921).

Árið 1893 fékk hún starf við stjörnustöð Harvard-háskóla. Á þeim tíma réð þar ríkjum stjörnufræðingurinn Edward Pickering (1846-1919). Hann hafði fengið fé til þess að bæta aðstöðuna og ráða til sín aðstoðarfólk. Pickering réði næstum eingöngu konur til starfa og var Leavitt ein þeirra, en af öðrum má nefna Ceciliu Payne-Gaposchkin.

Hlutverk Leavitts var að mæla og kortleggja birtu stjarna á ljósmyndaplötum stjörnustöðvarinnar. Á þessum tíma leyfðist konum ekki að nota sjónauka. Leavitt flokkaði mörg þúsund stjörnur á ljósmyndum af Magellanskýjunum, fylgivetrarbrautum okkar Vetrarbrautar, og birti árið 1908 niðurstöður sínar í Annals of the Astronomical Observatory of Harvard College. Þar lýsti hún mynstri sem sérstök tegund stjarna, svokallaðir sefítar, sýndu.

Sefítar eru óstöðugar stjörnur, svonefndar sveiflustjörnur eða breytistjörnur, sem eru mun stærri og miklu bjartari en sólin okkar. Þær þenjast út og dragast saman með lotubundum hætti og stendur hver lota yfir í nokkra daga upp í mánuði. Lotan er lengri hjá björtustu stjörnunum en skemmri hjá daufari stjörnum. Leavitt uppgötvaði þetta samband en það er mjög nákvæmt og er þekkt sem sveiflulýsilögmálið.

Sveiflulýsilögmál Henriettu Leavitt gerði Edwin Hubble og öðrum stjörnufræðingum að átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Þann 4. október 1923 tók Hubble ljósmynd af Andrómeduþokunni og fann í henni sefíta. Með sveiflulýsilögmálinu tókst honum að finna út að sefítinn í Andrómeduþokunni var óralangt fyrir utan Vetrarbrautina okkar.

Í myrkvatvístirnakerfinu OGLE-LMC-CEP0227 er önnur stjarnan sefíti. Stjörnufræðingar geta reiknað út massa stjarna í slíkum tvístirnakerfum með mikilli nákvæmni. Myndin sýnir hvernig listamaður ímyndar sér að tvístirnakerfið líti út.

Henrietta Leavitt lagði þannig grunninn að nákvæmustu aðferðinni sem við höfum til að mæla fjarlægðir til nálægra vetrarbrauta og kortleggja alheiminn. Hubble sagði sjálfur að Leavitt verðskuldaði Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun sína. Árið 1924 hugðist sænski stærðfræðingurinn Gösta Mittag-Leffler (1846-1927) við Konunglegu sænsku vísindaakademíuna tilnefna Leavitt til verðlaunanna en komst þá að því að Leavitt hafði þremur árum áður, 12. desember 1921, látist af völdum krabbameins, aðeins 53 ára gömul. 

Þótt Leavitt fengi ekki þá viðurkenningu sem hún átti skilið á sinni tíð, fékk hún uppreisn æru síðar meir. Í dag er hún talin til merkustu stjarnvísindamanna sögunnar. Á tunglinu er gígur nefndur henni til heiðurs og smástirni í smástirnabeltinu ber einnig nafn hennar.

Heimildir:

Myndir:...