Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 322 svör fundust
Hvað er svarthol?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...
Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?
Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...
Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?
Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...
Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í hvaða menntaskóla þarf ég að fara í til að geta lært um geiminn og farið á tunglið. Mig langar svo mikið að fara útaf ég ætla að vera fyrsti Íslendingurinn að lenda á tunglinu til að gera mömmu og pabba stolt af mér. Stutta svarið er að framhaldsskólar búa fólk ek...
Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?
Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars...
Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?
Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...
Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?
Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér...
Er hægt að líkja alheiminum við atóm? Eru svipaðir kraftar í gangi í atóminu og í sólkerfinu?
Já og nei; þetta skal nú skýrt frekar. Það sem er svipað með sólkerfinu og atómi er langseilni krafturinn sem heldur kerfunum saman. Þyngdarkrafturinn frá sólinni veikist með fjarlægðinni frá henni í öðru veldi. Ef fjarlægð hlutar frá sólu tvöfaldast þá verður krafturinn frá henni einn fjórði af upphaflegum krafti...
Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum? Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117....
Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?
Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...
Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?
Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...
Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu?
Hér er ekki alls kostar auðvelt að sjá hvað spyrjendur eiga við og við ræðum því nokkra kosti. Geimverur í merkingunni lífverur frá öðrum hnöttum hafa ekki komið til jarðar svo að vitað sé með vissu. Geimverur sem okkur er nú þegar kunnugt um eiga því ekki eftir að "fara til" heimsálfunnar Evrópu (e. Europe). ...