Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?

Þóroddur Bjarnason

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum?

Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117.818 einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins og höfðu þeir aldrei verið fleiri frá upphafi Íslands byggðar. Það er því langt frá því að fólki sé að fækka á landsbyggðinni. Hins vegar hefur fólki fjölgað hraðar á höfuðborgarsvæðinu en utan þess og því býr sífellt lægra hlutfall þjóðarinnar á öðrum landsvæðum. Byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins eru þó afar fjölbreytt og þróun byggðar hefur verið með mjög ólíkum hætti. Því er réttara að tala um „landsbyggðir“ en einsleita „landsbyggð“ í þessu sambandi.

Byggðarlög í allt að hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík hafa vaxið hraðar en höfuðborgarsvæðið sjálft á síðustu áratugum og mynda öfluga heild með um 50 þúsund íbúum á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Norðurlandi hefur skapast vísir að borgarsamfélagi á Akureyri sem í samspili við helstu byggðakjarna í Skagafirði, Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu styður fjölbreytta verslun, þjónustu, menntun og menningu á svæði sem telur um 30 þúsund íbúa. Á Austurlandi hafa Egilsstaðir vaxið sem þjónustumiðstöð um hálfrar aldar skeið, en með stóriðju á Reyðarfirði og uppbyggingu í sjávarútvegi og ferðaþjónustu mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð saman tiltölulega fjölbreytt en nokkuð brotakennt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúa.

Byggðarlög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa vaxið hraðar en höfuðborgarsvæðið sjálft. Mynd af Selfossi.

Hins vegar hafa ýmis önnur byggðarlög átt talsvert undir högg að sækja. Árið 1915 bjuggu þannig um 51 þúsund Íslendingar í sveitum eða 57% þjóðarinnar. Árið 2015 voru þeir um 15 þúsund eða um 5% þjóðarinnar. Fólksfækkun í sveitum skýrist að stórum hluta af tæknibreytingum og minnkandi vinnuaflsþörf í landbúnaði. Allar líkur eru á því að sú þróun haldi áfram á næstu árum og áratugum. Íslensk sjávarþorp spruttu upp allt í kringum landið í kjölfar vélvæðingar í sjávarútvegi í upphafi 20. aldar og uxu hratt fram yfir miðja öldina. Með frekari tækniþróun og breytingum í verslun, þjónustu og sjávarútvegi hafa mörg þessara þorpa farið mjög halloka. Það á sérstaklega við um fámennari þorp sem búa við miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur við stærri þéttbýlisstaði.

Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem veruleg fólksfækkun hefur orðið á síðustu hundrað árum. Vestfirðingar voru um 13 þúsund árið 1915 en um 7 þúsund árið 2015. Fólki fækkaði sérstaklega í sveitum úr næstum níu þúsund í rúm sjö hundruð á þessu tímabili eða um 91%. Íbúum í þéttbýli á Vestfjörðum fjölgaði allt fram til ársins 1983 þegar þeir voru tæp 9 þúsund talsins en hefur fækkað um 28% á síðustu þremur áratugum. Almenn þróun í sveitum og sjávarþorpum skýrir því að hluta til fólksfækkun í landshlutanum en jafnframt hafa miklar vegalengdir og erfiðar samgöngur hamlað vexti stærri þéttbýlisstaða á Vestfjörðum. Þannig eru til dæmis 444 kílómetrar frá Patreksfirði til Ísafjarðar að vetrarlagi og frá Hólmavík er álíka langt til Ísafjarðar og Reykjavíkur eða um 230 km. Á síðustu árum hefur dregið nokkuð úr fólksfækkun á Vestfjörðum, einkum vegna fjölgunar á sunnanverðum Vestfjörðum sem rekja má til uppbyggingar í iðnaði og fiskeldi.

Patreksfjörður er einn þeirra byggðakjarna á Vestfjörðum þar sem fólki hefur fjölgað allra síðustu ár eftir margra ára fækkun. Á sumrin er vegalengdin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar 178 km en 444 km yfir vetrartímann.

Afleiðingar þess að byggð leggðist af á Vestfjörðum væru svipaðar því að byggð leggðist af á Íslandi. Íbúarnir myndu yfirgefa heimili sín og vinnustaði, innbyrðis tengsl þeirra myndu rofna og sérstæð samfélög myndu hverfa af sjónarsviðinu. Þá yrði erfiðara að nýta þær auðlindir sem svæðið hefur upp á að bjóða, til dæmis í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Almennt hefur verið sátt um þá stefnu að halda landinu öllu í byggð og gera landsmönnum kleift að búa í sinni heimabyggð og ekki hefur verið rætt í alvöru um að flytja fólk nauðungarflutningum milli svæða.

Byggðaþróun á Íslandi er að mörgu leyti svipuð byggðaþróun annarra vestrænna landa. Mörkin milli þéttbýlis og dreifbýlis hafa víðast hvar orðið sífellt flóknari og óskýrari á undanförnum áratugum. Bættar samgöngur, framfarir í samskiptatækni og sveigjanlegri atvinnuhættir hafa skapað margvísleg ný tækifæri til atvinnu og búsetu um leið og sérhæfing á vinnumarkaði hefur aukist og störfum í hefðbundinni frumframleiðslu á borð við sjávarútveg og landbúnað hefur fækkað til muna. Þá hafa auknar kröfur um aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun, menningu, verslun og þjónustu víða leitt til dreifðari starfsemi og vaxtar smærri þjónustukjarna. Þannig má segja að utan stórborganna blandist hefðbundið borgarsamfélag og hefðbundið dreifbýli nú í mismiklum mæli á víðfeðmum atvinnu- og þjónustusvæðum úthverfa, smáborga, bæja, þorpa og sveita. Víðast hvar á Vesturlöndum er veruleg fólksfækkun einkum bundin við afskekktari byggðarlög sem búa við einhæfni í atvinnulífi og takmarkaðan aðgang að þeim lífsgæðum sem einkenna fjölbreytt nútímasamfélög.

Myndir:

Höfundur

Þóroddur Bjarnason

prófessor við hug- og félagsvísindasvið HA

Útgáfudagur

18.11.2015

Spyrjandi

Bjarki

Tilvísun

Þóroddur Bjarnason. „Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70980.

Þóroddur Bjarnason. (2015, 18. nóvember). Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70980

Þóroddur Bjarnason. „Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum?

Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117.818 einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins og höfðu þeir aldrei verið fleiri frá upphafi Íslands byggðar. Það er því langt frá því að fólki sé að fækka á landsbyggðinni. Hins vegar hefur fólki fjölgað hraðar á höfuðborgarsvæðinu en utan þess og því býr sífellt lægra hlutfall þjóðarinnar á öðrum landsvæðum. Byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins eru þó afar fjölbreytt og þróun byggðar hefur verið með mjög ólíkum hætti. Því er réttara að tala um „landsbyggðir“ en einsleita „landsbyggð“ í þessu sambandi.

Byggðarlög í allt að hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík hafa vaxið hraðar en höfuðborgarsvæðið sjálft á síðustu áratugum og mynda öfluga heild með um 50 þúsund íbúum á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Norðurlandi hefur skapast vísir að borgarsamfélagi á Akureyri sem í samspili við helstu byggðakjarna í Skagafirði, Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu styður fjölbreytta verslun, þjónustu, menntun og menningu á svæði sem telur um 30 þúsund íbúa. Á Austurlandi hafa Egilsstaðir vaxið sem þjónustumiðstöð um hálfrar aldar skeið, en með stóriðju á Reyðarfirði og uppbyggingu í sjávarútvegi og ferðaþjónustu mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð saman tiltölulega fjölbreytt en nokkuð brotakennt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúa.

Byggðarlög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa vaxið hraðar en höfuðborgarsvæðið sjálft. Mynd af Selfossi.

Hins vegar hafa ýmis önnur byggðarlög átt talsvert undir högg að sækja. Árið 1915 bjuggu þannig um 51 þúsund Íslendingar í sveitum eða 57% þjóðarinnar. Árið 2015 voru þeir um 15 þúsund eða um 5% þjóðarinnar. Fólksfækkun í sveitum skýrist að stórum hluta af tæknibreytingum og minnkandi vinnuaflsþörf í landbúnaði. Allar líkur eru á því að sú þróun haldi áfram á næstu árum og áratugum. Íslensk sjávarþorp spruttu upp allt í kringum landið í kjölfar vélvæðingar í sjávarútvegi í upphafi 20. aldar og uxu hratt fram yfir miðja öldina. Með frekari tækniþróun og breytingum í verslun, þjónustu og sjávarútvegi hafa mörg þessara þorpa farið mjög halloka. Það á sérstaklega við um fámennari þorp sem búa við miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur við stærri þéttbýlisstaði.

Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem veruleg fólksfækkun hefur orðið á síðustu hundrað árum. Vestfirðingar voru um 13 þúsund árið 1915 en um 7 þúsund árið 2015. Fólki fækkaði sérstaklega í sveitum úr næstum níu þúsund í rúm sjö hundruð á þessu tímabili eða um 91%. Íbúum í þéttbýli á Vestfjörðum fjölgaði allt fram til ársins 1983 þegar þeir voru tæp 9 þúsund talsins en hefur fækkað um 28% á síðustu þremur áratugum. Almenn þróun í sveitum og sjávarþorpum skýrir því að hluta til fólksfækkun í landshlutanum en jafnframt hafa miklar vegalengdir og erfiðar samgöngur hamlað vexti stærri þéttbýlisstaða á Vestfjörðum. Þannig eru til dæmis 444 kílómetrar frá Patreksfirði til Ísafjarðar að vetrarlagi og frá Hólmavík er álíka langt til Ísafjarðar og Reykjavíkur eða um 230 km. Á síðustu árum hefur dregið nokkuð úr fólksfækkun á Vestfjörðum, einkum vegna fjölgunar á sunnanverðum Vestfjörðum sem rekja má til uppbyggingar í iðnaði og fiskeldi.

Patreksfjörður er einn þeirra byggðakjarna á Vestfjörðum þar sem fólki hefur fjölgað allra síðustu ár eftir margra ára fækkun. Á sumrin er vegalengdin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar 178 km en 444 km yfir vetrartímann.

Afleiðingar þess að byggð leggðist af á Vestfjörðum væru svipaðar því að byggð leggðist af á Íslandi. Íbúarnir myndu yfirgefa heimili sín og vinnustaði, innbyrðis tengsl þeirra myndu rofna og sérstæð samfélög myndu hverfa af sjónarsviðinu. Þá yrði erfiðara að nýta þær auðlindir sem svæðið hefur upp á að bjóða, til dæmis í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Almennt hefur verið sátt um þá stefnu að halda landinu öllu í byggð og gera landsmönnum kleift að búa í sinni heimabyggð og ekki hefur verið rætt í alvöru um að flytja fólk nauðungarflutningum milli svæða.

Byggðaþróun á Íslandi er að mörgu leyti svipuð byggðaþróun annarra vestrænna landa. Mörkin milli þéttbýlis og dreifbýlis hafa víðast hvar orðið sífellt flóknari og óskýrari á undanförnum áratugum. Bættar samgöngur, framfarir í samskiptatækni og sveigjanlegri atvinnuhættir hafa skapað margvísleg ný tækifæri til atvinnu og búsetu um leið og sérhæfing á vinnumarkaði hefur aukist og störfum í hefðbundinni frumframleiðslu á borð við sjávarútveg og landbúnað hefur fækkað til muna. Þá hafa auknar kröfur um aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun, menningu, verslun og þjónustu víða leitt til dreifðari starfsemi og vaxtar smærri þjónustukjarna. Þannig má segja að utan stórborganna blandist hefðbundið borgarsamfélag og hefðbundið dreifbýli nú í mismiklum mæli á víðfeðmum atvinnu- og þjónustusvæðum úthverfa, smáborga, bæja, þorpa og sveita. Víðast hvar á Vesturlöndum er veruleg fólksfækkun einkum bundin við afskekktari byggðarlög sem búa við einhæfni í atvinnulífi og takmarkaðan aðgang að þeim lífsgæðum sem einkenna fjölbreytt nútímasamfélög.

Myndir:

...