Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?
Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem ha...
Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?
Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...
Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan koma sagógrjón og hvernig urðu þau hluti af íslenskri matarmenningu? Sagógrjón eru litlar hvítleitar kúlur sem unnar eru úr ýmsum pálmategundum, sér í lagi úr sagópálmunum Metroxylon sagu og M. rumphii. Sagópálmar eiga rætur að rekja til Indónesíu og vaxa aðallega á fenjas...
Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?
Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...
Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?
Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...
Hvenær var harðfiskur fyrst borðaður á Íslandi?
Vel verkaður harðfiskur er afar hollur og nærandi herramannsmatur og hentar sérstaklega vel sem útivistar- og útilegunesti enda hefur hann fylgt útiverandi og -vinnandi Íslendingum frá örófi alda. Það veit enginn hvenær Íslendingar fór að verka og borða harðfisks. Ég veðja að það hafi verið töluvert löngu áður ...
Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...
Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?
Vöxtur umferðar um sæstrengi frá íslenskum markaði, það er að segja frá fjarskiptafyrirtækjum, hefur verið um 25-30% á ári undanfarin 10 ár. Svonefnd gagnaver (e. data center) fóru fyrst að skapa umferð árið 2010 og hafa vaxið hraðar en íslenski markaðurinn síðasta áratug. Umferðin nú frá íslenska markaðnum er nán...
Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar? Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjóru...
Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?
Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...
Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?
Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...
Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?
Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...
Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?
Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...
Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?
Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, l...
Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?
Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...