Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti?Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum eins og lágri tíðni eða útvarpssendum utan lögsögu yfirvalda. Í 3. gr. fjölmiðlalaga er tiltekið að lögin gildi um alla fjölmiðla sem dreifa efni sem er ætlað almenningi til móttöku og lýtur ritstjórn. Talsmenn pírataútvarps þyrftu því að sannfæra yfirvöld um að útvarpsstöðin væri ekki fjölmiðill. Slíkt gæti reynst erfitt ef forsvarsmenn stöðvarinnar hyggjast útvarpa dagskrá á FM-tíðni. Skilgreining fjölmiðlalaganna er nokkuð víðtæk en aðalskilyrðin eru að ritstjórn starfi á miðlinum og að efnið sé ætlað almenningi.

Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum eins og lágri tíðni eða útvarpssendum utan lögsögu yfirvalda.
- Höfundalög 73/1972. Alþingi.is. Sótt 16.06.2020.
- Lög um fjölmiðla 38/2011. Alþingi.is. Sótt 21.04.2020.
- Lög um Póst- og fjarskiptastofnun 69/2003. Alþingi.is. Sótt 16.06.2020.
- Radio station WJAZ, Chicago. Sótt 21.04.2020 af Wikimedia Commons.