Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1592 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?

Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?

Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað segja ritheimildir um landnám fýls á Íslandi?

Stutta svarið Í fornritum miðalda er lítið minnst á fugla og fýls er þar aðeins getið tvisvar sinnum. Brot úr eggjaskurn frá 10. og 12. öld hafa fundist í Mývatnssveit og talið er líklegt að þau séu úr fýlsvarpi. Ekki er þó vitað hvort varp hafi verið samfellt hér á landi frá þeim tíma. Miðað við ritheimildir 1...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?

Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefurinn á búlgörsku með Ásdísi Rán

Frá árinu 2007 hefur Vísindavefurinn verið í samstarfi við nokkra evrópska aðila sem miðla vísindum til almennings á Netinu. Einn þeirra heldur meðal annars úti síðu fyrir búlgörsk börn og hefur í hyggju að auka umfjöllun um nútímavísindi. Búlgörsku samstarfsaðilarnar hafa nýlega fengið leyfi til að þýða og bir...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?

Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?

Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?

Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:"Female with ball", sem ekki er h...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?

Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?

Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sól...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?

Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur ...

category-iconJarðvísindi

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?

Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreyti...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconHugvísindi

Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?

Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...

Fleiri niðurstöður